Sonur minn og
fjölskylda hans eru að flytja úr landi. Sonurinn fer fyrstur en fjölskyldan
fylgir á eftir um áramót, hann mun sinna verkefnum í lýsingartækni sem munu ná
yfir einhver ár, en eiginkonan fer í nám enda er hún
lögfræðingur frá Háskóla Íslands með talsverða þekkingu á lögum
Evrópusambandsins. Mér ber að gleðjast vegna framgöngu þeirra eða hvað?
Árið var 1989. Ég hafði tekið ákvörðun um að flytja úr landi og það erfiðasta var að kveðja börnin mín áður en ég hélt til Svíþjóðar. Kveðjustundin var erfið, ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir börnin mín. Þau grétu er ég kvaddi og ég átti erfitt með að halda á brott og síðan liðu fleiri ár áður en ég kom í heimsókn til Íslands og enn fleiri ár áður en ég flutti aftur heim. Sárin sem mynduðust við brottflutning minn árið 1989 eru kannski enn ekki gróin, allavega eru örin á sálinni áberandi enn í dag.
Í dag er það barna minna sem ég hefi náð bestum tengslum við að flytja úr landi ásamt fjölskyldu sinni. Að vísu ekki langt, einungis tveggja tíma flugleið frá Keflavík. Til Edinborgar í Skotlandi En um leið munu tengsl rofna. Ég ætla samt að vona að tengslin rofni aldrei eins illilega og þegar ég yfirgaf börnin mín árið 1989.
Árið var 1989. Ég hafði tekið ákvörðun um að flytja úr landi og það erfiðasta var að kveðja börnin mín áður en ég hélt til Svíþjóðar. Kveðjustundin var erfið, ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir börnin mín. Þau grétu er ég kvaddi og ég átti erfitt með að halda á brott og síðan liðu fleiri ár áður en ég kom í heimsókn til Íslands og enn fleiri ár áður en ég flutti aftur heim. Sárin sem mynduðust við brottflutning minn árið 1989 eru kannski enn ekki gróin, allavega eru örin á sálinni áberandi enn í dag.
Í dag er það barna minna sem ég hefi náð bestum tengslum við að flytja úr landi ásamt fjölskyldu sinni. Að vísu ekki langt, einungis tveggja tíma flugleið frá Keflavík. Til Edinborgar í Skotlandi En um leið munu tengsl rofna. Ég ætla samt að vona að tengslin rofni aldrei eins illilega og þegar ég yfirgaf börnin mín árið 1989.