Ég er ekki sátt.
Það eru að verða fjögur ár síðan ég bauðst til að fara á þyrluæfingu með Slysavarnaskóla sjómanna sem vélstjóri á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni. Viku síðar þurfti ég að fara aftur og þá ein vélstjóri þar sem sá sem hafði farið með vikuna á undan var upptekinn. Sú ferð var ekkert verri og og ég hefi farið margar ferðirnar eftir það, ekki aðeins á æfingar með Slysavarnaskólanum, en einnig á aðrar æfingar, útköll á sjó, verkefni á hafi úti, aðstoð við báta. Meira að segja farið langleiðina til Grænlands á þessum ræfilslega bát og langt út fyrir það svæði sem okkur er ætlað, allt fyrir málstaðinn.
Á æfingum með Slysavarnaskóla sjómanna hefi ég tekið virkan þátt í þjálfun íslenskra sjómanna við raunaðstæður, hent þeim í sjóinn við misjafnar aðstæður með bros á vör og tekið á móti þeim þar sem flestir þeirra koma til baka með bros á vör eftir að hafa fengið ómetanlega reynslu af sjóbjörgun sem fylgir þeim til framtíðar í störfum þeirra til sjós.
Auk þess að vera vélstjóri á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni hefi ég einnig tekið þátt í fjáröflun fyrir björgunarsveitina Ársæl og Slysavarnafélagið Landsbjörgu, selt flugelda og neyðarkalla og gengið vel. Allt hefur þetta verið gert í sjálfboðavinnu og ég hefi notið þess að gera gagn, farið í eitt og eitt útkall á minni bátum, en ávallt neitað öllum útköllum til fjalla, læt yngra fólkinu um slíkt.
En nú er ástandið orðið slíkt að ég veit ekki hvort ég geti tekið þátt öllu lengur í sjóbjörgunarstarfi og þyrluæfingum. Fyrir alllöngu var okkur tilkynnt að búið væri að segja björgunarsveitinni Ársæli upp sjóbúðinni, bátaskýlinu í gamla Slysavarnarfélagshúsinu að Grandagarði 14. Þar hékk lengi björgunarskip í davíðum en þegar bátakostur var endurnýjaður var skýlinu lokað og útbúin flotbryggja neðan við húsið sem síðan hefur verið aðsetur björgunarskipa Slysavarnarfélagsins og síðar Landsbjargar. Við höfum fengið að halda skýlinu sem sjóbúð, en eftir að húsið var selt einkaaðilum sitjum við upp með ótryggan leigusamning og nú hefur okkur verið sagt upp húsnæðinu og eigum að yfirgefa húsnæðið um áramót.
Einhverjar þreifingar hafa átt sér stað milli björgunarsveitarinnar Ársæls og Faxaflóahafna og Faxaflóahafnir hafa boðið okkur afnot af timburskúr sem er áfastur við vigtarhús við Grandagarð 12. Skúrinn er hinsvegar aðeins 10-12 fermetrar, rétt nægilega stór fyrir geymslu sjógalla og lítið meira, ekkert salerni, engin aðstaða til að skola galla, til geymslu hlífðarfatnaðar eða varahluta. Engin bílastæði sem þarf að nota við útköll. Þetta er engan veginn ásættanlegt fyrir sjóbjörgunarsveit. Sum okkar höfum lagt fram hugmyndir um flutning sjóbjörgunarsveitarinnar inn að Skarfabakka hjá Viðeyjarferjunni en slíkt má stjórn félagsins ekki heyra nefnt, það þarf að sameina starf félagsins, ekki sundra. Ég skil það þótt ég sé ósammála.
Ég er að verða 65 ára gömul og þvagblaðran farin að segja til sín. Ég þarf að komast á salerni mun oftar en áður var. Slíkt fylgir aldrinum og kuldi eykur á vandræðin.
Það er stöðugt verið að bæta við bátum í ferðaþjónustu. Hvalaskoðun, lundaskoðun. Viðeyjarferðir. Ef eitthvað gerist í framtíðinni, verður skip tilbúið til að sinna skyndiútköllum til aðstoðar við þessa báta?
Það eru að verða fjögur ár síðan ég bauðst til að fara á þyrluæfingu með Slysavarnaskóla sjómanna sem vélstjóri á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni. Viku síðar þurfti ég að fara aftur og þá ein vélstjóri þar sem sá sem hafði farið með vikuna á undan var upptekinn. Sú ferð var ekkert verri og og ég hefi farið margar ferðirnar eftir það, ekki aðeins á æfingar með Slysavarnaskólanum, en einnig á aðrar æfingar, útköll á sjó, verkefni á hafi úti, aðstoð við báta. Meira að segja farið langleiðina til Grænlands á þessum ræfilslega bát og langt út fyrir það svæði sem okkur er ætlað, allt fyrir málstaðinn.
Á æfingum með Slysavarnaskóla sjómanna hefi ég tekið virkan þátt í þjálfun íslenskra sjómanna við raunaðstæður, hent þeim í sjóinn við misjafnar aðstæður með bros á vör og tekið á móti þeim þar sem flestir þeirra koma til baka með bros á vör eftir að hafa fengið ómetanlega reynslu af sjóbjörgun sem fylgir þeim til framtíðar í störfum þeirra til sjós.
Auk þess að vera vélstjóri á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni hefi ég einnig tekið þátt í fjáröflun fyrir björgunarsveitina Ársæl og Slysavarnafélagið Landsbjörgu, selt flugelda og neyðarkalla og gengið vel. Allt hefur þetta verið gert í sjálfboðavinnu og ég hefi notið þess að gera gagn, farið í eitt og eitt útkall á minni bátum, en ávallt neitað öllum útköllum til fjalla, læt yngra fólkinu um slíkt.
En nú er ástandið orðið slíkt að ég veit ekki hvort ég geti tekið þátt öllu lengur í sjóbjörgunarstarfi og þyrluæfingum. Fyrir alllöngu var okkur tilkynnt að búið væri að segja björgunarsveitinni Ársæli upp sjóbúðinni, bátaskýlinu í gamla Slysavarnarfélagshúsinu að Grandagarði 14. Þar hékk lengi björgunarskip í davíðum en þegar bátakostur var endurnýjaður var skýlinu lokað og útbúin flotbryggja neðan við húsið sem síðan hefur verið aðsetur björgunarskipa Slysavarnarfélagsins og síðar Landsbjargar. Við höfum fengið að halda skýlinu sem sjóbúð, en eftir að húsið var selt einkaaðilum sitjum við upp með ótryggan leigusamning og nú hefur okkur verið sagt upp húsnæðinu og eigum að yfirgefa húsnæðið um áramót.
Einhverjar þreifingar hafa átt sér stað milli björgunarsveitarinnar Ársæls og Faxaflóahafna og Faxaflóahafnir hafa boðið okkur afnot af timburskúr sem er áfastur við vigtarhús við Grandagarð 12. Skúrinn er hinsvegar aðeins 10-12 fermetrar, rétt nægilega stór fyrir geymslu sjógalla og lítið meira, ekkert salerni, engin aðstaða til að skola galla, til geymslu hlífðarfatnaðar eða varahluta. Engin bílastæði sem þarf að nota við útköll. Þetta er engan veginn ásættanlegt fyrir sjóbjörgunarsveit. Sum okkar höfum lagt fram hugmyndir um flutning sjóbjörgunarsveitarinnar inn að Skarfabakka hjá Viðeyjarferjunni en slíkt má stjórn félagsins ekki heyra nefnt, það þarf að sameina starf félagsins, ekki sundra. Ég skil það þótt ég sé ósammála.
Ég er að verða 65 ára gömul og þvagblaðran farin að segja til sín. Ég þarf að komast á salerni mun oftar en áður var. Slíkt fylgir aldrinum og kuldi eykur á vandræðin.
Það er stöðugt verið að bæta við bátum í ferðaþjónustu. Hvalaskoðun, lundaskoðun. Viðeyjarferðir. Ef eitthvað gerist í framtíðinni, verður skip tilbúið til að sinna skyndiútköllum til aðstoðar við þessa báta?
Ég er ekki sátt.
Mig langar til að geta haldið sjálfboðastarfinu áfram, en ég er ekki viss um að ég geti tekið þátt í starfinu eftir áramótin. Svo virðist sem að græðgisvæðing ferðamennskunnar sé að koma í veg fyrir að ég geti tekið þátt í starfi björgunarsveitarinnar Ársæls í framtíðinni sem vélstjóri á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni. Ég á mér þó enn þá von að Landhelgisgæslan og aðrir stuðningsaðilar finni lausn sem allir geta sætt sig við. Annars er ég hætt og finn mér önnur áhugamál.
Uppfært klukkan 17.00
Búið að fresta uppsögn okkar frá sjóbúðinni um einhverja mánuði.