Það er erfitt að halda því fram að ég hafi víða farið.
Fimmtán ára gömul komst ég í fyrsta sinn til útlanda, var á gömlum togara sem
sigldi með aflann til Bremerhaven í Þýskalandi. Síðar sama vor náði ég því að
koma til annarra fiskibæja erlendis, Cuxhaven, Grimsby og Hull. Um sumarið kom
ég í fyrsta sinn á ævinni til Akureyrar er mér var boðið með í ferð norður á gömlum
Landrover jeppa og gist á tjaldsvæðinu ofan við miðbæinn á Akureyri.
Svo liðu árin og ég bætti við mig höfnum bæði á Íslandi og erlendis. Sumarið 1983 ók ég í fyrsta sinn í gegnum Vík í Mýrdal. Áður hafði ég náð því að koma til hafna í Norður-Afríku, Miðausturlöndum og Norður-Ameríku auk flestra hafna á Íslandi og margra hafna í Evrópu beggja megin gamla járntjaldsins.
Það hafa ekki mörg ríki bæst við eftir að ég hætti til sjós, en nokkur, Írland, Sviss, Austurríki, Slóvakía, samanlagt kannski 40 ríki. Árin sem ég hefi lifað eru líka orðin 65.
Ég á sex barnabörn. Yngsta barnabarnið verður sex ára gömul á þrettándanum. Þegar ég var á hennar aldri hafði ég aldrei komist út fyrir suðvesturland, hafði vissulega komið austur í Biskupstungur og út á Kjalarnes, en ekki mikið meira en það. Sonardóttir mín hefur ferðast víða um Ísland, komið til Kanaríeyja, býr í Skotlandi ásamt foreldrum sínum þar sem hún gengur í skóla, talar tvö tungumál fyrirhafnarlaust.
Hvernig á ég að geta verið henni og níu ára bróður hennar fyrirmynd þegar ég veit að þau eru löngu orðin heimsborgarar? Lífsreynsla þeirra er orðin allnokkur. Þau eru að ná því að verða fyrirmynd fyrir mig sem kom til útlanda í fyrsta sinn á gömlum togara þegar ég var fimmtán ára gömul. Þau eru öfundsverð af hlutskipti sínu, en um leið hefi ég kannski ýmislegt annað að gefa þeim, reynslu af fátækt, af unglingaþrældóm, af misskiptingu, en ekki síst af þjóðfélagi sem enn var í fjötrum hafta og þvingana um árabil. Af heimsmenningunni geta þau kennt mér, ekki öfugt.
Svo liðu árin og ég bætti við mig höfnum bæði á Íslandi og erlendis. Sumarið 1983 ók ég í fyrsta sinn í gegnum Vík í Mýrdal. Áður hafði ég náð því að koma til hafna í Norður-Afríku, Miðausturlöndum og Norður-Ameríku auk flestra hafna á Íslandi og margra hafna í Evrópu beggja megin gamla járntjaldsins.
Það hafa ekki mörg ríki bæst við eftir að ég hætti til sjós, en nokkur, Írland, Sviss, Austurríki, Slóvakía, samanlagt kannski 40 ríki. Árin sem ég hefi lifað eru líka orðin 65.
Ég á sex barnabörn. Yngsta barnabarnið verður sex ára gömul á þrettándanum. Þegar ég var á hennar aldri hafði ég aldrei komist út fyrir suðvesturland, hafði vissulega komið austur í Biskupstungur og út á Kjalarnes, en ekki mikið meira en það. Sonardóttir mín hefur ferðast víða um Ísland, komið til Kanaríeyja, býr í Skotlandi ásamt foreldrum sínum þar sem hún gengur í skóla, talar tvö tungumál fyrirhafnarlaust.
Hvernig á ég að geta verið henni og níu ára bróður hennar fyrirmynd þegar ég veit að þau eru löngu orðin heimsborgarar? Lífsreynsla þeirra er orðin allnokkur. Þau eru að ná því að verða fyrirmynd fyrir mig sem kom til útlanda í fyrsta sinn á gömlum togara þegar ég var fimmtán ára gömul. Þau eru öfundsverð af hlutskipti sínu, en um leið hefi ég kannski ýmislegt annað að gefa þeim, reynslu af fátækt, af unglingaþrældóm, af misskiptingu, en ekki síst af þjóðfélagi sem enn var í fjötrum hafta og þvingana um árabil. Af heimsmenningunni geta þau kennt mér, ekki öfugt.