laugardagur, apríl 10, 2010

10. apríl 2010 - Glæpamenn í sókn

Stundum ofbýður mér hegðunin hjá þeim er síst skyldi. Einn slíkur er í hópi útrásarræningjanna sem settu íslensku þjóðina á hausinn og kunna ekki að skammast sín. Sá er nú búinn að stefna fréttamanni sjónvarpsins fyrir að hafa fjallað um þjófnaði hans frá íslensku þjóðinni.

Umræddur þjófur kemst kannski upp með hegðun sína því svo mjög tókst að afnema reglur um fjármálastarfsemi á gróðærisárunum að glæpamenn af hans tagi gátu stolið að vild án þess að eiga neinar refsingar á hættu. Þessi glæpamaður getur því flaggað í því skjólinu að hann hafi ekki brotið nein lög er hann setti íslensku þjóðina á hausinn ásamt örfáum öðrum glæpamönnum sem flestir lifa nú í vellystingum erlendis fyrir fé sem þeir stálu af íslensku þjóðinni.

Umræddur glæpamaður verður samt glæpamaður. Það er óþarfi að hylma yfir honum því hans rétti staður er gapastokkur á Lækjartorgi eða Austurvelli. Sjálf er ég hætt að versla við einasta fyrirtækið sem hann enn eftir á Íslandi þrátt fyrir virðingu mína fyrir starfsfólki fyrirtækisins og vona í lengstu lög að fyrirtækið verði tekið af honum sem fyrst.


0 ummæli:







Skrifa ummæli