sunnudagur, mars 10, 2013

10. mars 2013 - Um regnbogann


Að frátöldum eðlisfræðilegum staðreyndum um regnboga hefur hann oft verið kenndur við brú á milli heima, sem merki um friðarboðskap á milli manna, brúna á milli manna og guða samanber brúna Bifröst á milli manna og heljar í goðafræðinni. Þá má ekki gleyma sögunni um samband Guðs og manna í fyrstu Mósebók þar sem Guð sendi mönnunum regnbogann sem merki þess að syndaflóðið kæmi aldrei aftur.

Á seinni árum hefur regnboginn verið notaður sem tákn um stolt hinsegin fólks, sem alþjóðlegt tákn sem tengir ólíkar manneskjur með svipaðar tilfinningar í ólíkum heimshlutum og sem friðarmerki á milli hinsegin fólks og annars fólks.

Í Evrópu hefur einn helsti bakhjarl og stuðningsaðili hinsegin fólks verið Evrópusambandið. Þaðan hefur komið talsvert fjármagn til evrópskra baráttusamtaka hinsegin fólks og mikil viðurkenning hefur komið þaðan til okkar sem hefur verið okkur sem hvatning um að halda baráttunni áfram til fulls jafnréttis við aðra samfélagsþegna.

Fyrir okkur sem höfum staðið í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks bæði heima og erlendis er það því sem háðung er nýtt framboð einangrunarsinna gegn Evrópu í komandi alþingiskosningum skuli kenna sig við regnbogann.  



0 ummæli:







Skrifa ummæli