Í ársbyrjun ársins 1970 var ég ráðin sem smyrjari á
varðskipið Þór þegar hann fór af stað eftir slæman bruna ári fyrr og lenti á
vakt með nýjum vélstjóra á skipinu sem þá var undir fertugu. Þór Steingrímsson var vanur vélstjóri
frá skipum Bæjarútgerðar Reykjavíkur en nýr hjá Landhelgisgæslunni.
Ekki var það til að minnka álitið á manninum að hann var nýlega kvæntur
henni Maddý, Magneu Þorsteinsdóttur, fráskilinni konu á hans aldri sem hafði
verið fjölskylduvinur móðurfólksins míns og alin upp á Skólavörðuholtinu eins
og móðir mín og sem ég hafði kynnst sem barn að aldri.
Þór reyndist mér mjög vel, var sem mentorinn minn ásamt fleiri reyndum vélstjórum Landhelgisgæslunnar þar sem Halldór heitinn Hallfreðsson kom næstur á eftir Þór í að siða mig til. Halldór lést sviplega 1973 og varð einasta fórnarlamb þorskastríðsins sem hófst 1972 og megi minning hans lifa með okkur. Þór náði hinsvegar að klífa metorðastigann og varð yfirvélstjóri og fremstur meðal jafninga sem hans var von og vísa. Ég hitti Þór fáeinum sinnum á síðustu árum, oftast í tengslum við viðburði tengda vélstjórnarnámi og áttum við góð samskipti saman.
Þór lést í síðasta mánuði og var jarðsettur 9. júlí. Því miður komst ég ekki í útförina, svaf hana af mér á milli vakta, en ég veit að þau hjónin Maddý og Þór munu fyrirgefa mér þreytuna.
Annar góður félagi lést á dögunum, nánar tltekið 29.
júní 2015. Heiðar Þór Bragason starfaði
einnig um tíma hjá Landhelgisgæslunni, en við vorum að auki bekkjarfélagar í
Vélskólanum þar sem hann var jafnframt einn þeirra sem heilluðu mann upp úr
skónum. Með sinni jákvæðu afstöðu til
lífsins urðum við góðir vinir á sínum tíma og margar og skemmtilegar voru
kennslustundirnar í Vélskólanum er Heiðar tjáði sig um reynslu sína, en hann
var fáeinum árum eldri en við hin og kunni ýmislegt á lífið sem var okkur
framandi. Því miður rofnuðu tengslin
þegar fólk fór hvert í sína áttina eftir námið og þótti mér miður er ég ætlaði
að hitta Heiðar við Mývatnsströnd sumarið 1980, en hann var hættur og farinn
suður. Þór reyndist mér mjög vel, var sem mentorinn minn ásamt fleiri reyndum vélstjórum Landhelgisgæslunnar þar sem Halldór heitinn Hallfreðsson kom næstur á eftir Þór í að siða mig til. Halldór lést sviplega 1973 og varð einasta fórnarlamb þorskastríðsins sem hófst 1972 og megi minning hans lifa með okkur. Þór náði hinsvegar að klífa metorðastigann og varð yfirvélstjóri og fremstur meðal jafninga sem hans var von og vísa. Ég hitti Þór fáeinum sinnum á síðustu árum, oftast í tengslum við viðburði tengda vélstjórnarnámi og áttum við góð samskipti saman.
Þór lést í síðasta mánuði og var jarðsettur 9. júlí. Því miður komst ég ekki í útförina, svaf hana af mér á milli vakta, en ég veit að þau hjónin Maddý og Þór munu fyrirgefa mér þreytuna.
Ég heyrði aldrei meira frá Heiðari, en saknaði hans sem góðs félaga og þótti miður er hann kvaddi okkur löngu fyrir aldur fram 29. júní síðastliðinn. Hann var vinur í reynd.
Ég náði þó útförinni hans.
SvaraEyðaFallega sagt um góða vini