Í kvöld, á 47 ára afmæli Stonewall uppreisnar hinsegin
fólks í Bandaríkjunum, á tuttugu ára afmæli fyrstu löggjafar Íslands um
hinsegin málefni, sex ára afmæli hjónabandslöggjafar hinsegin fólks og fjögurra
ára afmæli fyrstu löggjafar Íslands um málefni transfólks, spilaði landslið
Íslands fótboltaleik gegn stórveldi Englands í fótbolta og Ísland vann
ótrúlegan sigur tvö mörk gegn einu í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í
fótbolta.
Ég var á vaktinni þegar fyrri hálfleikur var spilaður og óttaðist hið versta og ekki lagaðist heilsan þegar England fékk víti eftir einungis fjórar mínútur og ég sá fyrir mér landsleikinn við Dani í ágúst árið 1967 þegar Danir unnu Ísland á Idrætsparken með fjórtán mörkum gegn tveimur. Það var ekki falleg minning fyrir Íslendinga. Íslendingar voru fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu og skömmu síðar skoruðu annað mark og þannig fór leikurinn. Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleik og Ísland náði glæsilegasta árangri sem íslenskt knattspyrnulið hefur náð fyrr og síðar.
Það er vissulega rétt sem Wayne Rooney sagði í viðtali fyrir leikinn að á vellinum voru ellefu menn í hvoru liði, engu að síður er ljóst að laun liðsmanna Englands eru margfalt meiri en íslensku landsliðsmannanna, en vafalaust aukast tekjur Íslendinganna margfalt þar sem þeir spila með erlendum liðum. Þeir eiga það svo sannarlega skilið
Ég hefi löngum haldið með Svíum í boltaíþróttum enda hafa Íslendingar sjaldnast riðið feitum hesti frá hópíþróttum og hefur þá fótboltinn verið sérstaklega slæmur. Nú voru vinir mínir Svíar reknir heim eftir riðlakeppnina og þó. Einn Svíi varð eftir í Frakklandi, Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands sem ásamt Heimi Hallgrímssyni hefur leitt íslenska landsliðið á þá miklu sigurbraut sem enn stendur yfir.
Í fyrrinótt fagnaði ég nýjum forseta Íslands og sagði við hvern sem var, Til hamingju Ísland. Nú gleðst ég með Íslendingum og fagna sigrum þeirra, sigrum „strákanna okkar“ orða sem ég hefi aldrei lagt mér í munn.
Nú segi ég, Til hamingju Ísland, aftur!
Ég var á vaktinni þegar fyrri hálfleikur var spilaður og óttaðist hið versta og ekki lagaðist heilsan þegar England fékk víti eftir einungis fjórar mínútur og ég sá fyrir mér landsleikinn við Dani í ágúst árið 1967 þegar Danir unnu Ísland á Idrætsparken með fjórtán mörkum gegn tveimur. Það var ekki falleg minning fyrir Íslendinga. Íslendingar voru fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu og skömmu síðar skoruðu annað mark og þannig fór leikurinn. Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleik og Ísland náði glæsilegasta árangri sem íslenskt knattspyrnulið hefur náð fyrr og síðar.
Það er vissulega rétt sem Wayne Rooney sagði í viðtali fyrir leikinn að á vellinum voru ellefu menn í hvoru liði, engu að síður er ljóst að laun liðsmanna Englands eru margfalt meiri en íslensku landsliðsmannanna, en vafalaust aukast tekjur Íslendinganna margfalt þar sem þeir spila með erlendum liðum. Þeir eiga það svo sannarlega skilið
Ég hefi löngum haldið með Svíum í boltaíþróttum enda hafa Íslendingar sjaldnast riðið feitum hesti frá hópíþróttum og hefur þá fótboltinn verið sérstaklega slæmur. Nú voru vinir mínir Svíar reknir heim eftir riðlakeppnina og þó. Einn Svíi varð eftir í Frakklandi, Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands sem ásamt Heimi Hallgrímssyni hefur leitt íslenska landsliðið á þá miklu sigurbraut sem enn stendur yfir.
Í fyrrinótt fagnaði ég nýjum forseta Íslands og sagði við hvern sem var, Til hamingju Ísland. Nú gleðst ég með Íslendingum og fagna sigrum þeirra, sigrum „strákanna okkar“ orða sem ég hefi aldrei lagt mér í munn.
Nú segi ég, Til hamingju Ísland, aftur!