Í fréttum Ríkisútvarpsins á sunnudag var vitnað til orða Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem sér hugsanlegri fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík allt til foráttu og bendir á að fjöldi borgarfulltrúa sé svipaður í öðrum norrænum höfuðborgum eins og t.d. Stokkhólmi, þ.e. einn borgarfulltrúi fyrir hverja átta þúsund íbúa.
Mér þóttu þetta mikil vísindi hjá borgarfulltrúanum og reyndar hárrétt ef einungis er horft á íbúafjölda á bakvið hvern borgarfulltrúa, en er þetta svona einfalt? Ef rétt væri mætti fækka bæjarfulltrúum í Garðabæ og á Seltjarnarnesi niður í einn og bæjarfulltrúinn á Álftanesi léti sér nægja stjórnunarstörf fyrir morgunkaffið.
Ég fór því að skoða fjölda kjörinna fulltrúa í sveitastjórnum í Svíþjóð. Það er vissulega rétt að í Stokkhólmi eru um 8000 íbúar á bakvið hvern borgarfulltrúa, en hafa ber í huga að borgarfulltrúarnir í Stokkhólmi eru 101, þ.e. nærri sjöfalt fleiri en í Reykjavík. Í Gautaborg eru 81 borgarfulltrúi eða 6370 íbúar á bakvið hvern borgarfulltrúa og í Malmö eru borgarfulltrúarnir 61 eða 4885 íbúar á bakvið hvern borgarfulltrúa. Fámennasta sveitafélag í Svíþjóð er Bjurholms kommun í Västerbotten, en þar eru kjörnir fulltrúar fólksins í sveitafélaginu einungis 31 en íbúarnir voru 2445 á miðju sumri 2011. Því eru 79 íbúar á bakvið hvern fulltrúa í sveitarstjórn. Þess má geta að flatarmál sveitarfélagsins er 1372 ferkílómetrar eða um fimmfalt stærra en Reykjavíkur. Sjálf bjó ég í Järfälla meðan á veru minni stóð í Svíþjóð og þar voru þá tæpir þúsund íbúar á bakvið hvern bæjarfulltrúa.
Ekki man ég hvenær ákvörðun var um að bæjarfulltrúar í Reykjavík skyldu vera fimmtán, en tel líklegt að það hafi verið árið 1908 þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það. Þá voru íbúar Reykjavíkur innan við tíu þúsund. Það þarf ákveðinn fjölda bæjarfulltrúa í hverju sveitarfélagi til að viðhalda lágmarksþjónustu við íbúana. Í Reykjavík hefur þetta verið leyst að nokkru leyti með því að varaborgarfulltrúar hafa verið í fullu starfi sem slíkir. Þetta veit borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og þá um leið að fimmtán manna hópur borgarfulltrúa er blekkingarleikur gagnvart íbúum Reykjavíkur. Það verður því að álykta að orð hans séu fremur blekking gagnvart Reykvíkingum en að hann þjáist svo illilega af vankunnáttu á stjórn Reykjavíkurborgar.
Mér þóttu þetta mikil vísindi hjá borgarfulltrúanum og reyndar hárrétt ef einungis er horft á íbúafjölda á bakvið hvern borgarfulltrúa, en er þetta svona einfalt? Ef rétt væri mætti fækka bæjarfulltrúum í Garðabæ og á Seltjarnarnesi niður í einn og bæjarfulltrúinn á Álftanesi léti sér nægja stjórnunarstörf fyrir morgunkaffið.
Ég fór því að skoða fjölda kjörinna fulltrúa í sveitastjórnum í Svíþjóð. Það er vissulega rétt að í Stokkhólmi eru um 8000 íbúar á bakvið hvern borgarfulltrúa, en hafa ber í huga að borgarfulltrúarnir í Stokkhólmi eru 101, þ.e. nærri sjöfalt fleiri en í Reykjavík. Í Gautaborg eru 81 borgarfulltrúi eða 6370 íbúar á bakvið hvern borgarfulltrúa og í Malmö eru borgarfulltrúarnir 61 eða 4885 íbúar á bakvið hvern borgarfulltrúa. Fámennasta sveitafélag í Svíþjóð er Bjurholms kommun í Västerbotten, en þar eru kjörnir fulltrúar fólksins í sveitafélaginu einungis 31 en íbúarnir voru 2445 á miðju sumri 2011. Því eru 79 íbúar á bakvið hvern fulltrúa í sveitarstjórn. Þess má geta að flatarmál sveitarfélagsins er 1372 ferkílómetrar eða um fimmfalt stærra en Reykjavíkur. Sjálf bjó ég í Järfälla meðan á veru minni stóð í Svíþjóð og þar voru þá tæpir þúsund íbúar á bakvið hvern bæjarfulltrúa.
Ekki man ég hvenær ákvörðun var um að bæjarfulltrúar í Reykjavík skyldu vera fimmtán, en tel líklegt að það hafi verið árið 1908 þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það. Þá voru íbúar Reykjavíkur innan við tíu þúsund. Það þarf ákveðinn fjölda bæjarfulltrúa í hverju sveitarfélagi til að viðhalda lágmarksþjónustu við íbúana. Í Reykjavík hefur þetta verið leyst að nokkru leyti með því að varaborgarfulltrúar hafa verið í fullu starfi sem slíkir. Þetta veit borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og þá um leið að fimmtán manna hópur borgarfulltrúa er blekkingarleikur gagnvart íbúum Reykjavíkur. Það verður því að álykta að orð hans séu fremur blekking gagnvart Reykvíkingum en að hann þjáist svo illilega af vankunnáttu á stjórn Reykjavíkurborgar.
0 ummæli:
Skrifa ummæli