Ég veit ekki hvort mér beri að hafa skoðun á forystumönnum stjórnmálaflokka, á gáfnafari þeirra, fitulagi eða hæfileikum til að gegna forystuhlutverki í stjórnmálum. Þá hefi ég reynt að gæta þess að fjalla ekki mikið um formann Sjálfstæðisflokksins, enda hefi ég talið hann að mörgu leyti hinn mætasta mann þótt hann sé vissulega andstæðingur í pólitík og ættarlaukur ónefndar valdaættar á Íslandi. Engu að síður get ég vart orða bundist þegar ég sé hvern afleikinn á fætur öðrum hjá blessuðum manninum og velti fyrir mér hvort hann meini hlutina af alvöru eða hvort hann sé búinn að mála sig út í horn í pólitíkinni.
Í gær hélt hann ræðu á fundi félags hatursmanna gegn evrópskri samvinnu sem kallar sig Heimssýn. Þar vildi hann draga umsókn um Evrópusambandsaðild til baka í stað þess að ljúka samningaferlinu og treysta íslensku þjóðinni til að greiða atkvæði um aðildina. Þegar haft er í huga að formaðurinn greiddi ekki atkvæði gegn aðildarviðræðum á sínum tíma og lýsti þar með yfir stuðningi sínum og Alþingis við aðildarviðræðurnar, verður að líta svo á að einhver hafi slegið á puttana á honum og verður að ætla að „bláa höndin“ hafi verið þar að verki frekar en hinn almenni flokksmaður, enda verður að telja að „bláa höndin“ sé enn ráðandi í Flokknum þótt hún hafi snúið sér að ritstörfum.
Öllu verri þóttu mér yfirlýsingar formannsins gagnvart hugsanlegri viðurkenningu Íslands á fullveldi Palestínu. Þar kom bersýnilega í ljós vantraust hans á íslenskri alþýðu og heilindum hennar á pólitíska sviðinu. Það má velta fyrir sér hvort hann hafi ekki sagt óbeint að íslenska þjóðin sé of heimsk til að geta samþykkt stuðning við fullveldi Palestínu. Öll vitum við hvílíkar hörmungar palestínska þjóðin hefur þurft að líða vegna ofsókna og fjöldamorða hernámsliðs Ísraels. Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur hinsvegar lítið fyrir slíkt, kannski til að slá pólitískar keilur. Um leið gleymir hann hve mikilvægur stuðningur Íslands getur haft í sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóðar. Nægir þar að nefna stuðning Sjálfstæðismannsins Thor Thors fyrir hönd Íslands við stofnum Ísraelsríkis eftir seinni heimsstyrjöld og síðar afdráttarlaus viðurkenning ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fyrir hönd Íslands á fullveldi Eystrasaltsþjóðanna árið 1991. Slíkar viðurkenningar binda vinarbönd þjóða og fólks á milli og sjálf eignaðist ég ævilanga vini frá Eystrasaltslöndum eftir þá viðurkenningu. Nú má ekki lengur viðurkenna þjóðir vegna skertra vitsmuna íslensku þjóðarinnar. Ég spyr bara, í hvaða forarpytt er formaður Sjálfstæðisflokksins kominn? Ekki er hann að koma í veg fyrir brottflutning hersins eins og mun hafa verið ósk þeirra félaga Halldórs og Davíðs árið 2003 er þeir drógu Ísland í viðbjóðslegt innrásarstríð í fjarlægt land.
Er ekki kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn finni sér nýja forystu?
Í gær hélt hann ræðu á fundi félags hatursmanna gegn evrópskri samvinnu sem kallar sig Heimssýn. Þar vildi hann draga umsókn um Evrópusambandsaðild til baka í stað þess að ljúka samningaferlinu og treysta íslensku þjóðinni til að greiða atkvæði um aðildina. Þegar haft er í huga að formaðurinn greiddi ekki atkvæði gegn aðildarviðræðum á sínum tíma og lýsti þar með yfir stuðningi sínum og Alþingis við aðildarviðræðurnar, verður að líta svo á að einhver hafi slegið á puttana á honum og verður að ætla að „bláa höndin“ hafi verið þar að verki frekar en hinn almenni flokksmaður, enda verður að telja að „bláa höndin“ sé enn ráðandi í Flokknum þótt hún hafi snúið sér að ritstörfum.
Öllu verri þóttu mér yfirlýsingar formannsins gagnvart hugsanlegri viðurkenningu Íslands á fullveldi Palestínu. Þar kom bersýnilega í ljós vantraust hans á íslenskri alþýðu og heilindum hennar á pólitíska sviðinu. Það má velta fyrir sér hvort hann hafi ekki sagt óbeint að íslenska þjóðin sé of heimsk til að geta samþykkt stuðning við fullveldi Palestínu. Öll vitum við hvílíkar hörmungar palestínska þjóðin hefur þurft að líða vegna ofsókna og fjöldamorða hernámsliðs Ísraels. Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur hinsvegar lítið fyrir slíkt, kannski til að slá pólitískar keilur. Um leið gleymir hann hve mikilvægur stuðningur Íslands getur haft í sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóðar. Nægir þar að nefna stuðning Sjálfstæðismannsins Thor Thors fyrir hönd Íslands við stofnum Ísraelsríkis eftir seinni heimsstyrjöld og síðar afdráttarlaus viðurkenning ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fyrir hönd Íslands á fullveldi Eystrasaltsþjóðanna árið 1991. Slíkar viðurkenningar binda vinarbönd þjóða og fólks á milli og sjálf eignaðist ég ævilanga vini frá Eystrasaltslöndum eftir þá viðurkenningu. Nú má ekki lengur viðurkenna þjóðir vegna skertra vitsmuna íslensku þjóðarinnar. Ég spyr bara, í hvaða forarpytt er formaður Sjálfstæðisflokksins kominn? Ekki er hann að koma í veg fyrir brottflutning hersins eins og mun hafa verið ósk þeirra félaga Halldórs og Davíðs árið 2003 er þeir drógu Ísland í viðbjóðslegt innrásarstríð í fjarlægt land.
Er ekki kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn finni sér nýja forystu?
0 ummæli:
Skrifa ummæli