Það er ekki mitt að fjalla ítarlega um Framsóknarflokkinn, enda hefi ég
aldrei kosið þann flokk og mun ekki gera í fyrirsjáanlegri framtíð. Umræða
undanfarinna daga um Guðna Ágústsson og ætlaða neikvæða hegðun gagnvart honum á
Facebook og öðrum samfélagsmiðlum gerir þó að verkum að ég á erfitt með að
sitja hjá í umræðunni.
Ég vil byrja með að taka fram að ég á Alfreð Þorsteinssyni talsvert að þakka. Að
sögn fólks sem þekkti til tók hann af skarið þegar fordómar réðu ríkjum
gagnvart mér og ákvað í krafti formennsku sinnar í stjórn Veitustofnanna (síðar
stjórn OR) að samþykkja ráðningu mína til starfa hjá Hitaveitu Reykjavíkur
haustið 1996. Fyrir þetta er ég honum þakklát þótt ég sé honum ósammála í
pólitík. Ég var líka stuðningsmanneskja R-listans í Reykjavík meðan hann var og
hét þótt ég styddi hann frá vinstri, þ.e. sem fyrrum stuðningsmanneskja
Alþýðubandalagsins þótt skilið hafi á milli síðar vegna einarðrar afstöðu
arftakans VG gagnvart R-listanum og gegn Evrópusambandinu.
Eftir að R-listasamstarfinu lauk 2006 tók Björn Ingi Hrafnsson við keflinu af
Alfreð Þorsteinssyni sem fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjórn en eftir
skamma dvöl í borgarstjórn sagði hann af sér og við tók Óskar Bergsson. Þar með
hrundi fylgi Framsóknar í Reykjavík því Óskar Bergsson hefur ekki til að bera
þá útgeislun sem stjórnmálamenn þurfa að hafa til að ná langt í pólitík enda hrökklaðist
hann út við næstu kosningar á eftir og hefur Framsókn síðan verið áhrifalaus í
Reykjavík.
Fyrir nokkru kom fram nýr framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í vor. Listinn leit sæmilega út þó að undanskildum
manninum sem sat í fyrsta sæti, áður umræddur Óskar Bergsson sem vantar alla þá
persónutöfra sem stjórnmálamenn þurfa að bera. Fólk kom að máli við mig og
benti á að það væri þó flottur frambjóðandi í öðru sæti sem er Guðrún Bryndís
Karlsdóttir verkfræðingur. Ég viðurkenndi að vissulega væri kominn góður
frambjóðandi í annað sætið, en hvernig á fólk að geta kosið Guðrúnu ef það þarf
fyrst að koma Óskari Bergssyni í borgarstjórn áður en hún kemst að? Sem betur fer sá Óskar sjálfur hve hann var
hindrandi í kosningabaráttunni og kaus að segja sig frá fyrsta sætinu. Þar með
var leikurinn auðveldur fyrir Guðrúnu Bryndísi. Ónei, þá tók Framsóknarflokkurinn
að sér að leita nýs oddvita fyrir Reykjavík og fundu loks eitthvert gamalt og úr
sér gengið afturhald úr sunnlenskum sveitum sem hafði sest að í 101 Reykjavík á
gamals aldri til þess að leiða flokkinn í stað þess að velja frambærilegasta
frambjóðandann.
Eftir nokkra umhugsun ákvað Guðni Ágústsson að gefa ekki kost á sér. Ekki veit
ég af hverju, en meðal andstæðinga þess að hann byði sig fram var sjálfur
landbúnaðarráðherrann sem sagði eitthvað á þessa leið í sjónvarpsviðtali:
„Ég vil minna á það að það eru margir sem búa í 101 sem eru í framboði í
Reykjavík. Það er lítið um úthverfafólk og ég held að það væri svolítið klókt
að menn horfðu til Reykjavíkur allrar.“
Þar með var Sigurður Ingi Jóhannsson búinn að lýsa yfir andstöðu sinni við
Guðna sem býr í Skuggahverfinu í 101 Reykjavík. Þar hafði Guðrún Bryndís
búsetuna framyfir Guðna búandi í 105 Reykjavík þótt varla teljist það sem
úthverfi.
Guðrún Bryndís Karlsdóttir býr yfir góðum þokka, mikilli kunnáttu og jafnvel
persónutöfrum sem stjórnmálamenn þurfa að bera.
Framsóknarmenn hafa samt hafnað henni sem segir mér það að hún hafi gert
þá reginskyssu að bjóða sig fram í röngum flokki. Hún er ekki Framsóknarmanneskja
í eðli sínu og á ekki heima í Framsóknarflokknum. Megi henni farnast vel í
framtíðinni þótt það verði varla á vettvangi Framsóknarflokksins.
P.s. Ég þekki Guðrúnu ekki neitt, hefi aldrei hitt hana og hefi einungis orð
annarra fyrir góðum eiginleikum hennar.
föstudagur, apríl 25, 2014
25. apríl 2014 - Um Framsóknarmenn í Reykjavík
sunnudagur, apríl 06, 2014
6. apríl 2014 - Opnun lækjarins undir Lækjargötu
Ég var að skoða tölvugerða mynd af hugmynd sem komið hefur fram um að opna lækinn sem Lækjargata er kennd við á milli Tjarnarinnar og sjávar, kannski ekki alla leið en hafa hann samt opinn við sjálfa Lækjargötuna og að Lækjartorgi og kannski eitthvað lengra til norðurs. Hugmyndin er falleg þar sem bátar geta siglt um síkið eins og gondólar í Feneyjum, en um leið er hún arfavitlaus, svo vitlaus að breytingin á Kemstvallagötunni (Hofsvallagötu) kemst varla í hálfkvist við þessa hugmynd. Þá er ég ekki einungis að tala um hugsanlega lokun Lækjargötunnar fyrir bílaumferð heldur og önnur atriði sem sannanlega hafa ekki verið hugleidd við gerð þessarar hugmyndar.
Þar sem opin síki eru á norðlægum slóðum eykur slíkt á rakastigið í nágrenninu. Þetta gerir ekki svo mikið til í Stokkhólmi eða víðar við Eystrasaltið sökum þess að hið lága saltstig sjávar og vatna gerir að verkum að vötnin og sjó leggur snemma og eftir að ís hefur náð að myndast fellur rakastigið, andrúmsloftið þornar og minna verður vart við kuldann. Á öðrum stöðum eins og við Englandsstrendur og sérstaklega við hafnir í Hollandi verður erfitt að klæða af sér kuldann sökum rakans í andrúmsloftinu. Ég hefi sjálf sannreynt þetta á þeim árum sem ég var í reglulegum siglingum til Hollands og annarra landa við Norðursjó.
Þegar norðanáhlaup verður í Faxaflóa verður kuldinn bítandi í miðborg Reykjavíkur. Þetta stafar meðal annars og aðallega af því hve stutt er til sjávar sem eykur á rakastigið í miðborginni. Um leið og komið er austar í borgina svo ekki sé talað um Árbæjarhverfi eða Mosfellsbæ verður minna vart við kuldann. Opið síki í Lækjargötunni veldur hærra rakastigi í miðborginni og eykur á kuldatilfinningu fólks og gerir fólki erfiðara um vik að athafna sig í miðborginni, ekki síst fyrir þá sök að í læknum blandast sjór og vatn úr Tjörninni sem koma í veg fyrir að lækinn leggi í frostum þótt Tjörnina leggi iðulega. Þá eykst slysahættan í miðborginni verði síkið ekki rammlega afgirt, ekki síst aðfararnætur laugar- og sunnudaga þegar fólk er að fara yfir brýr á læknum í misjöfnu ásigkomulagi.
Vegna þess sem talið hefur verið upp hér að ofan, leggst ég eindregið gegn því að lækurinn verði opnaður að nýju og mun ekki hika við að mótmæla þessari arfavitlausu hugmynd hvenær sem hana ber á góma!
miðvikudagur, apríl 02, 2014
2. apríl 2014 - Tækifæri fyrir Íslendinga!
Seint átti ég von á því að ég þyrfti að standa upp og
verja orð Sigmundar Davíðs enda engin ástæða til. Ég ætla mér heldur ekki að
gera það, en ég get ekki annað en undrast orð fjölmargra sem mótmæltu orðum
hans á þriðjudagskvöldið er hann talaði um skelfilega framtíðarspá í umhverfismálum
jarðarinnar sem tækifæri fyrir Íslendinga. Ég er engan veginn sátt við orð
Sigmundar, en því miður endurspegla þau gamalt viðhorf íslensku þjóðarinnar til
annarra þjóða og gagnvart sjálfri sér.
Íslenska þjóðin var aumust allra þjóða um aldir þar til fyrri heimsstyrjöldin brast á og Íslendingar hófu að græða á tortímingu og neyð Evrópuþjóða. Nokkuð hlé varð á milli styrjalda en svo hófst græðgin fyrir alvöru. Það voru ófáir sem græddu á Bretavinnunni og útgerðarmenn græddu stórfé á að láta togarana sína sigla til hinna stríðshrjáðu Breta með aflann, oft með sorglegum afleiðingum fyrir aðstandendur sjómannanna og þjóðin komst endanlega út úr moldarkofunum og velti sér uppúr seðlabúntunum á sama tíma og þjóðir Evrópu liðu alvarlegan skort á öllum nauðsynjum. Eftir stríðið tókst stjórnvöldum að klára allan stríðsgróðann á stuttum tíma, fiskiskipaflotinn var endurnýjaður á örfáum árum og ráðist í framkvæmdir innanlands af slíku tagi sem aldrei hafði sést hér áður.
Fljótlega þvarr milljónirnar og hverjir skyldu hafa notið mestrar velvildar af Marshall aðstoðinni ef miðað er við höfðatölu? Jú, jú, það voru Íslendingar sem höfðu stórgrætt á styrjöldinni sem fengu 43 milljónir dollara í styrki eða óafturkræf lán á þávirði frá Bandaríkjunum á árunum 1948-1951. Hér voru reistar áburðarverksmiðja og sementsverksmiðja og frystihúsin endurbætt fyrir bandarískt gjafafé enda bar þjóðin sig illa eftir styrjöldina. Svo hélt íslenska þjóðin áfram að mjólka Bandaríkin, þá fyrst og fremst bandaríska herinn svo lengi sem hann hafði aðstöðu hér á landi, enda var ekki lengur hægt að græða á dönsku þjóðinni.
Eftir alla þessa gjafagjörninga kemur græðgi íslensku þjóðarinnar ekki á óvart. Hún er ekki bara best í betlinu heldur einnig „stórasta“ land í heimi. Íslenska þjóðin er meira að segja of gáfuð og stolt til að taka þátt í samstarfi þjóðanna enda vitum við allt betur en aðrar þjóðir. Það skal haldið áfram að græða, byggja álver í hverjum firði fyrir alla raforkuna sem framleidd er, en jafnframt skal þessi sama raforka flutt til Evrópu á hæsta verði og fáum dettur í hug að hér sé um sömu raforku að ræða og þá sem sér heimilunum og álverunum fyrir orku. Nú á að setja upp gjaldahlið við sérhvern afleggjara frá þjóðvegunum og innheimta gjald svo hægt sé að ná sem mestu af vesalings túristunum áður en þeir snúa heim aftur uppfullir vonbrigða með gestrisni íslensku þjóðarinnar sem svo mjög hafði verið dásömuð fyrir góða móttöku erlendra ferðamanna.
Eigum við nokkuð að tala um útrásina á fyrsta áratug þessarar nýju aldar?
Æ, stundum skammast ég mín fyrir þjóð mína þar til ég átta mig á að ég á mér griðland í Svíþjóð sem er litlu skárri, þó aðeins skárri en þetta auma fólk sem íslenska þjóðin er. Um leið vil ég taka fram að orð mín eiga ekki við um alla þjóðina, en samt alltof stóran hluta hennar.
Í þessu ljósi skoða ég orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem hann lét útúr sér þriðjudaginn 1. apríl 2014. Hann endurspeglaði aðeins þjóðarsálina.
Íslenska þjóðin var aumust allra þjóða um aldir þar til fyrri heimsstyrjöldin brast á og Íslendingar hófu að græða á tortímingu og neyð Evrópuþjóða. Nokkuð hlé varð á milli styrjalda en svo hófst græðgin fyrir alvöru. Það voru ófáir sem græddu á Bretavinnunni og útgerðarmenn græddu stórfé á að láta togarana sína sigla til hinna stríðshrjáðu Breta með aflann, oft með sorglegum afleiðingum fyrir aðstandendur sjómannanna og þjóðin komst endanlega út úr moldarkofunum og velti sér uppúr seðlabúntunum á sama tíma og þjóðir Evrópu liðu alvarlegan skort á öllum nauðsynjum. Eftir stríðið tókst stjórnvöldum að klára allan stríðsgróðann á stuttum tíma, fiskiskipaflotinn var endurnýjaður á örfáum árum og ráðist í framkvæmdir innanlands af slíku tagi sem aldrei hafði sést hér áður.
Fljótlega þvarr milljónirnar og hverjir skyldu hafa notið mestrar velvildar af Marshall aðstoðinni ef miðað er við höfðatölu? Jú, jú, það voru Íslendingar sem höfðu stórgrætt á styrjöldinni sem fengu 43 milljónir dollara í styrki eða óafturkræf lán á þávirði frá Bandaríkjunum á árunum 1948-1951. Hér voru reistar áburðarverksmiðja og sementsverksmiðja og frystihúsin endurbætt fyrir bandarískt gjafafé enda bar þjóðin sig illa eftir styrjöldina. Svo hélt íslenska þjóðin áfram að mjólka Bandaríkin, þá fyrst og fremst bandaríska herinn svo lengi sem hann hafði aðstöðu hér á landi, enda var ekki lengur hægt að græða á dönsku þjóðinni.
Eftir alla þessa gjafagjörninga kemur græðgi íslensku þjóðarinnar ekki á óvart. Hún er ekki bara best í betlinu heldur einnig „stórasta“ land í heimi. Íslenska þjóðin er meira að segja of gáfuð og stolt til að taka þátt í samstarfi þjóðanna enda vitum við allt betur en aðrar þjóðir. Það skal haldið áfram að græða, byggja álver í hverjum firði fyrir alla raforkuna sem framleidd er, en jafnframt skal þessi sama raforka flutt til Evrópu á hæsta verði og fáum dettur í hug að hér sé um sömu raforku að ræða og þá sem sér heimilunum og álverunum fyrir orku. Nú á að setja upp gjaldahlið við sérhvern afleggjara frá þjóðvegunum og innheimta gjald svo hægt sé að ná sem mestu af vesalings túristunum áður en þeir snúa heim aftur uppfullir vonbrigða með gestrisni íslensku þjóðarinnar sem svo mjög hafði verið dásömuð fyrir góða móttöku erlendra ferðamanna.
Eigum við nokkuð að tala um útrásina á fyrsta áratug þessarar nýju aldar?
Æ, stundum skammast ég mín fyrir þjóð mína þar til ég átta mig á að ég á mér griðland í Svíþjóð sem er litlu skárri, þó aðeins skárri en þetta auma fólk sem íslenska þjóðin er. Um leið vil ég taka fram að orð mín eiga ekki við um alla þjóðina, en samt alltof stóran hluta hennar.
Í þessu ljósi skoða ég orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem hann lét útúr sér þriðjudaginn 1. apríl 2014. Hann endurspeglaði aðeins þjóðarsálina.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)