Ég man þá tíð þegar ekkert fyriræki þóttist fyrirtæki með
öðrum fyrirtækjum nema að sendisveinn á unglingsaldri á reiðhjóli sæi um ýmis léttari aðföng, sá um að skreppa í bankann og jafnvel að sækja
pantaða nælonsokka fyrir skrifstofustúlkurnar sem þurftu að vera huggulegar til
fara í vinnunni en máttu ekki yfirgefa vinnustaðinn fyrir slíkan munað.
Ég man einnig þá tíð þegar ekkert skip þóttist skip með skipum nema að loftskeytamaður væri um borð. Hann hamaðist á morselyklinum daginn út og daginn inn og taka á móti skeytum og sinna nauðsynlegum símtölum áhafnarmeðlima við land sem og að gefa upp aflatölur til annarra togara eða skrá veðurlýsingar á Ameríkuskipum og senda í land.
Hvað eiga þessar tvær stéttir sameiginlegt? Jú svarið er einfalt, það er nánast búið að útrýma þeim. Síðasti loftskeytamaðurinn sem ég var með til sjós var hann Andrés sem kom um borð í hann Álafoss eftir að skipið var lengt árið 1985 og fór þar með yfir þau stærðarmörk þar sem ekki var krafist loftskeytamanns. Það má svo deila um það af hverju mestur hluti af lestarrými skipsins var skráður sem opið rými til að minnka brúttórúmlestatölu skipsins. Síðar var svo loftskeytamaðurinn endanlega afskráður og þekkist vart lengur á öðrum skipum en stærstu skemmtiferðaskipum.
Sendisveinninn fékk álíka útreið. Þegar ég byrjaði hjá Hitaveitunni fyrir tveimur áratugum var Elli sendill. Öfugt við sendla fyrri tíma var hann á bíl og að nálgast eftirlaunaaldur og hann sá um aðföng og bankaerindi og ýmislegt annað sem sendlum er uppálagt að gera. Um svipað leyti og Orkuveitan flutti á Bæjarhálsinn komst Ellert á aldur og enginn ráðinn í hans stað. Tölvutæknin hafði gert hann óþarfan að mestu.
Ég rifja upp tímann þegar ég var sendill hjá Ræsi hf frá tólf ára og til fjórtán ára aldurs þegar öll almennileg fyrirtæki voru með sendla á reiðhjóli, hálfan daginn á veturna, allan daginn á sumrin og í skólaleyfum. Einhverntímann ca 1965 taldist mér til að ég væri með tvær milljónir króna í reiðufé í hliðartöskunni minni, einkennistösku sendisveinsins og það voru nokkur bílverð þess tíma geymd í töskunni góðu, kannski verð 15-20 Volkswagen bifreiða sem þá kostuðu rúmlega 100 þúsund krónur stykkið. Það þurfti að tæma pósthólfið á pósthúsinu daglega, fara með bréf í póst og afgreiða póstkröfur og aðrar póstsendingar og allt gert af reiðhjóli. Ég sé í anda fólk senda tólf til þrettán ára barn í bankann með margar milljónir í töskunni í dag. Gleymdu því! Eða þegar setið var fyrir bankastjóranum fyrir hönd forstjórans. Þetta var samt góður tími og ég sakna hans að vissu leyti.
Öll þessi ævintýri æskunnar rifjuðust upp fyrir mér þegar ég var á vaktinni og þurfti nauðsynlega að skreppa út í bæ með nauðsynleg skjöl vegna bílasölu og enginn til að leysa mig af þar sem ég má ekki yfirgefa vinnustaðinn á vaktinni. Sem betur fer bjargaði deildarstjórinn mér með því að hann þurfti að fá sér göngutúr í hádeginu og tók skjölin með sér til Frumherja og lét skrá þau. Ég er honum þakklát fyrir greiðann en samt saknaði ég sendisveinsins góða sem var í öllum stærri fyrirtækjum á árum áður.
Heimur versnandi fer, eða hvað?
Eru fleiri stéttir sem fólk man að búið er að útrýma?
Ég man einnig þá tíð þegar ekkert skip þóttist skip með skipum nema að loftskeytamaður væri um borð. Hann hamaðist á morselyklinum daginn út og daginn inn og taka á móti skeytum og sinna nauðsynlegum símtölum áhafnarmeðlima við land sem og að gefa upp aflatölur til annarra togara eða skrá veðurlýsingar á Ameríkuskipum og senda í land.
Hvað eiga þessar tvær stéttir sameiginlegt? Jú svarið er einfalt, það er nánast búið að útrýma þeim. Síðasti loftskeytamaðurinn sem ég var með til sjós var hann Andrés sem kom um borð í hann Álafoss eftir að skipið var lengt árið 1985 og fór þar með yfir þau stærðarmörk þar sem ekki var krafist loftskeytamanns. Það má svo deila um það af hverju mestur hluti af lestarrými skipsins var skráður sem opið rými til að minnka brúttórúmlestatölu skipsins. Síðar var svo loftskeytamaðurinn endanlega afskráður og þekkist vart lengur á öðrum skipum en stærstu skemmtiferðaskipum.
Sendisveinninn fékk álíka útreið. Þegar ég byrjaði hjá Hitaveitunni fyrir tveimur áratugum var Elli sendill. Öfugt við sendla fyrri tíma var hann á bíl og að nálgast eftirlaunaaldur og hann sá um aðföng og bankaerindi og ýmislegt annað sem sendlum er uppálagt að gera. Um svipað leyti og Orkuveitan flutti á Bæjarhálsinn komst Ellert á aldur og enginn ráðinn í hans stað. Tölvutæknin hafði gert hann óþarfan að mestu.
Ég rifja upp tímann þegar ég var sendill hjá Ræsi hf frá tólf ára og til fjórtán ára aldurs þegar öll almennileg fyrirtæki voru með sendla á reiðhjóli, hálfan daginn á veturna, allan daginn á sumrin og í skólaleyfum. Einhverntímann ca 1965 taldist mér til að ég væri með tvær milljónir króna í reiðufé í hliðartöskunni minni, einkennistösku sendisveinsins og það voru nokkur bílverð þess tíma geymd í töskunni góðu, kannski verð 15-20 Volkswagen bifreiða sem þá kostuðu rúmlega 100 þúsund krónur stykkið. Það þurfti að tæma pósthólfið á pósthúsinu daglega, fara með bréf í póst og afgreiða póstkröfur og aðrar póstsendingar og allt gert af reiðhjóli. Ég sé í anda fólk senda tólf til þrettán ára barn í bankann með margar milljónir í töskunni í dag. Gleymdu því! Eða þegar setið var fyrir bankastjóranum fyrir hönd forstjórans. Þetta var samt góður tími og ég sakna hans að vissu leyti.
Öll þessi ævintýri æskunnar rifjuðust upp fyrir mér þegar ég var á vaktinni og þurfti nauðsynlega að skreppa út í bæ með nauðsynleg skjöl vegna bílasölu og enginn til að leysa mig af þar sem ég má ekki yfirgefa vinnustaðinn á vaktinni. Sem betur fer bjargaði deildarstjórinn mér með því að hann þurfti að fá sér göngutúr í hádeginu og tók skjölin með sér til Frumherja og lét skrá þau. Ég er honum þakklát fyrir greiðann en samt saknaði ég sendisveinsins góða sem var í öllum stærri fyrirtækjum á árum áður.
Heimur versnandi fer, eða hvað?
Eru fleiri stéttir sem fólk man að búið er að útrýma?
0 ummæli:
Skrifa ummæli