sunnudagur, maí 01, 2011

1. maí 2011 - Algjört rúff?

Þegar ég var til sjós var oft talað um gömul og léleg skip og báta sem rúff. „Uss, þessi bátur er algjört rúff,“ en umrætt orðalag hefur einnig heyrst um gamla hálfónýta bíla.

Útvarpsstjóri er gamall Eyjamaður og ætti því að vera vel kunnugt um þetta heiti á ónýtum skipum og bátum. Þess furðulegra er að hann skuli standa fyrir því að breyta heiti Ríkisútvarpsins í Rúff (eða Rúv, en það er varla marktækur munur þar á).

Þegar haft er í huga að útvarpsstjóri hefur væntanlega lagt blessun sína yfir þessa nafngift, sem og hinni hræðilegu dagskrá sjónvarpsins undanfarin ár, fær maður á tilfinninguna að eitthvað sé hæft í kjaftasögum þess efnis að hann sé kominn frá Stöð 2 í þeim tilgangi að rústa Ríkisútvarpinu og þá sérstaklega sjónvarpinu innanfrá og gera að algjöru rúffi. Ekki veit ég, en er búin að glata ofurtrú minni á manninum í embætti sínu sem útvarpsstjóri.


0 ummæli:







Skrifa ummæli