Fyrir tæpum tveimur árum réðist maður einn að húsi sem hann hafði sjálfur byggt og síðan misst úr höndunum sökum eigin fjárglæfra í hendur bankans og braut niður með hjálp gröfu einnar. Nú, nærri tveimur árum síðar er loksins komin fram ákæra á hendur manninum fyrir skemmdarverkin.
http://www.visir.is/akaerdur-fyrir-ad-eydileggja-husid-sitt/article/2011110609733
Í fréttum Vísis er sagt frá því að maðurinn sé ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt. Ég er fréttinni ósammála því húsið var boðið upp á nauðungaruppboði haustið 2008 þar sem bankinn eignaðist húsið.
Fyrstu dagana eftir að maðurinn reif húsið hlaut hann almenna samúð meðal almennings, ekki síst í ljósi kreppunnar. Þó mátti vera ljóst að ef hús fer á uppboð í byrjun kreppu er um að ræða miklu eldri skuld en svo að kenna má kreppunni um gjaldþrotið. Það tekur venjulega minnst ár og í flestum tilfellum miklu lengri tíma frá því einhver lendir í vanskilum og þar til að húsið lendir á uppboði. Því er ljóst að umræddur maður lenti í vanskilum ekki síðar en glæfraárið 2007. Auk þess kom í ljós að fleiri manns áttu um sárt að binda vegna viðskipta við þennan sama mann.
Mér finnst því rangt að tala um að maðurinn hafi eyðilagt húsið „sitt“. Með hegðun sinni skapaði hann hinsvegar hættulegt fordæmi að skemmdarstarfsemi sem ekki varð nema að litlu leyti sem betur fer.
föstudagur, júní 03, 2011
3. júní 2011 - Maður eyðileggur hús
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 22:57
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli