Eins og flestir Íslendingar vita var lögleidd uppskipting veitufyrirtækja í framleiðslufyrirtæki og dreifingarfyrirtæki fyrir fáeinum árum. Ég var tæplega sátt við þessa uppskiptingu á þröngum og afmörkuðum orkumarkaði og var sannfærð um að hægt hefði verið að fá undanþágu frá þessari kröfu í EES-samningnum vegna sérstöðu Íslands. Engu að síður voru lögin keyrð í gegn á stjórnartíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem nú berjast eins og naut í flagi gegn samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið.
Eitt fyrsta fyrirtækið til að skipta sér upp í samræmi við nýju lögin var Hitaveita Suðurnesja sem varð eftir breytinguna að fyrirtækjunum HS-Orka og HS-Veitur. Ekki leið á löngu uns HS-Orka var einkavædd og seld og sjálf tel ég að einkavæðingin hafi verið óheillaspor.
Lengi hefur staðið til að stærsta veitufyrirtæki landsins verði skipt upp á sama hátt og Hitaveita Suðurnesja og heyrst hafa raddir þess efnis að skiptingin muni verða um næstu áramót. Verði af þeirri skiptingu vona ég svo sannarlega að nafngift Hitaveitu Suðurnesja verði ekki flutt óbreytt yfir á OR því það væri skelfilegt fyrir félaga mína á Hellisheiði og á Nesjavöllum að viðurkenna að þeir ynnu hjá OR-orku (Ororku, sem má lesa sem Örorku) og fyrir okkur hin væri lítt betra að vera hjá OR-veitum (Orveitum eða Örveitum)
Eitt fyrsta fyrirtækið til að skipta sér upp í samræmi við nýju lögin var Hitaveita Suðurnesja sem varð eftir breytinguna að fyrirtækjunum HS-Orka og HS-Veitur. Ekki leið á löngu uns HS-Orka var einkavædd og seld og sjálf tel ég að einkavæðingin hafi verið óheillaspor.
Lengi hefur staðið til að stærsta veitufyrirtæki landsins verði skipt upp á sama hátt og Hitaveita Suðurnesja og heyrst hafa raddir þess efnis að skiptingin muni verða um næstu áramót. Verði af þeirri skiptingu vona ég svo sannarlega að nafngift Hitaveitu Suðurnesja verði ekki flutt óbreytt yfir á OR því það væri skelfilegt fyrir félaga mína á Hellisheiði og á Nesjavöllum að viðurkenna að þeir ynnu hjá OR-orku (Ororku, sem má lesa sem Örorku) og fyrir okkur hin væri lítt betra að vera hjá OR-veitum (Orveitum eða Örveitum)
0 ummæli:
Skrifa ummæli