Ég verð að játa að ég er með örlítið blæti fyrir hinum
glæsilega skipaflota Mærsk skipafélagsins og hefur svo verið í fjölda ára þótt
ég hafi aldrei komið um borð í neitt skipa þeirra, þó að því frátöldu að ég
datt einu sinni í það með nokkrum köfurum og vélstjórum á þjónustuskipi Mærsk í
Esbjerg fyrir meira en hálfum fjórða áratug síðan. Það skip var með fjórar
aðalvélar frá MaK og aðbúnaður áhafnar með eindæmum á þeim tíma þótt mörg skip
séu með svipaðan aðbúnað í dag.
Það fer aldrei á milli mála þegar skipin frá Mærsk eru á ferðinni. Himinblár liturinn á skrokknum og rjómagul yfirbyggingin fara ekkert á milli mála né heldur sjöarma stjarnan í skorsteininum.
Með tilkomu netsins var auðveldara að fylgjast með þróun þessa skipafélags og hvernig þau voru í fararbroddi skipafélaga í smíði risastórra gámaskipa sem báru nærri tíu þúsund gámaeiningar (teu´s) hvert á árunum kringum 2004 og síðan enn stærri skip sem voru skráð geta borið 11.000 teu´s en gátu borið í reynd yfir 15.500 teu´s. Þessi glæsilegustu flutningaskip heimshafanna voru jafnframt síðustu risaskipin sem voru smíðuð í Danmörku þar sem óhappaskipið Emma Mærsk sem hét eftir nýlátinni eiginkonu stjórnarformanns Mærsk skipafélagsins var fyrst í röðinni árið 2006. Ég segi óhappaskip því meðan á smíðinni stóð varð alvarlegur bruni í yfirbyggingu skipsins með þeim afleiðingum að skipta þurfti um stóran hluta yfirbyggingarinnar, en auk þess gaf sig ásþetti með skrúfu skipsins fyrir tæpu ári síðan í Suezskurði með þeim afleiðingum að skipið var úr rekstri í marga mánuði vegna viðgerðar á skipinu. Það var þó ekki manntjón frekar en þegar kviknaði í skipinu.
Skipin af fyrri E-gerðinni, en öll heita þau nöfnum sem byrja á E urðu átta. Þau voru notuð til flutninga á milli Evrópu og Austur-Asíu, en þessi risaskip komast ekki í gegnum Panamaskurðinn, en eru hentug fyrir langsiglingarnar í austurveg. Í framhaldinu voru smíðuð nokkur minni skip af G-gerð en síðan lagðist stórskipasmíðin af í Mönkebo í Óðinsvéum.
Það var samt áfram þörf fyrir risaskip þótt Danir væru ekki lengur samkeppnishæfir við Austur-Asíu í smíði risaskipa: Þeir skoðuðu skipasmíðar í Kína, en töldu skipasmíðar þeirra ekki nógu góðar, en Kóreumenn virtust hafa tæknikunnáttuna sem þurfti og því fékk Daewoo skipasmíðastöðin það mikla verkefni að smíða tíu risaskip (síðar var samið um tíu skip til viðbótar) fyrir Mærsk sem geta borið yfir 18.270 teu´s hvert og var samningurinn gerður á svipuðum tíma og Eimskip samdi um tvö skip í Kína. Þess má geta að skipin sem Mærsk samdi um eru tæplega 400 metrar á lengd og 60 metrar á breidd og bera eins og áður er sagt, um 18270 teu´s en nýju skipin hjá Eimskip eru 140 metrar á lengd, 23 metrar á breidd og munu bera allt að 875 teu´s.
Reikna má með því að fyrra skipið hjá Eimskip verði afhent formlega einhvern næstu daganna, en þegar er búið að afhenda sex fyrstu skipin hjá Mærsk, þar af fimm sem eru komin í rekstur, en sjötta skipið, Magleby Mærsk var afhent í byrjun janúar 2014 eftir nokkra seinkun og á eftir að fara í gegnum viðamiklar reynslusiglingar áður en það fer í rekstur í næsta mánuði, en sjöunda skipið, Maribu Mærsk á að afhendast í næsta mánuði.
Ég sem fyrrum vélstjóri hjá Eimskip til margra ára er vissulega stórhrifin af þessum nýju skipum Eimskipafélagsins sem ég þjónaði í mörg ár, en hefði viljað sjá þau smíðuð á betri stað en í Kína, t.d. í Suður-Kóreu þar sem tæknikunnáttan er mun betri en í Kína. Þetta mun kosta mikla vinnu vélstjóranna fyrstu mánuðina, en vonandi ekki til framtíðar.
P.s. Meðfylgjandi mynd er frá Wikipedia.
Það fer aldrei á milli mála þegar skipin frá Mærsk eru á ferðinni. Himinblár liturinn á skrokknum og rjómagul yfirbyggingin fara ekkert á milli mála né heldur sjöarma stjarnan í skorsteininum.
Með tilkomu netsins var auðveldara að fylgjast með þróun þessa skipafélags og hvernig þau voru í fararbroddi skipafélaga í smíði risastórra gámaskipa sem báru nærri tíu þúsund gámaeiningar (teu´s) hvert á árunum kringum 2004 og síðan enn stærri skip sem voru skráð geta borið 11.000 teu´s en gátu borið í reynd yfir 15.500 teu´s. Þessi glæsilegustu flutningaskip heimshafanna voru jafnframt síðustu risaskipin sem voru smíðuð í Danmörku þar sem óhappaskipið Emma Mærsk sem hét eftir nýlátinni eiginkonu stjórnarformanns Mærsk skipafélagsins var fyrst í röðinni árið 2006. Ég segi óhappaskip því meðan á smíðinni stóð varð alvarlegur bruni í yfirbyggingu skipsins með þeim afleiðingum að skipta þurfti um stóran hluta yfirbyggingarinnar, en auk þess gaf sig ásþetti með skrúfu skipsins fyrir tæpu ári síðan í Suezskurði með þeim afleiðingum að skipið var úr rekstri í marga mánuði vegna viðgerðar á skipinu. Það var þó ekki manntjón frekar en þegar kviknaði í skipinu.
Skipin af fyrri E-gerðinni, en öll heita þau nöfnum sem byrja á E urðu átta. Þau voru notuð til flutninga á milli Evrópu og Austur-Asíu, en þessi risaskip komast ekki í gegnum Panamaskurðinn, en eru hentug fyrir langsiglingarnar í austurveg. Í framhaldinu voru smíðuð nokkur minni skip af G-gerð en síðan lagðist stórskipasmíðin af í Mönkebo í Óðinsvéum.
Það var samt áfram þörf fyrir risaskip þótt Danir væru ekki lengur samkeppnishæfir við Austur-Asíu í smíði risaskipa: Þeir skoðuðu skipasmíðar í Kína, en töldu skipasmíðar þeirra ekki nógu góðar, en Kóreumenn virtust hafa tæknikunnáttuna sem þurfti og því fékk Daewoo skipasmíðastöðin það mikla verkefni að smíða tíu risaskip (síðar var samið um tíu skip til viðbótar) fyrir Mærsk sem geta borið yfir 18.270 teu´s hvert og var samningurinn gerður á svipuðum tíma og Eimskip samdi um tvö skip í Kína. Þess má geta að skipin sem Mærsk samdi um eru tæplega 400 metrar á lengd og 60 metrar á breidd og bera eins og áður er sagt, um 18270 teu´s en nýju skipin hjá Eimskip eru 140 metrar á lengd, 23 metrar á breidd og munu bera allt að 875 teu´s.
Reikna má með því að fyrra skipið hjá Eimskip verði afhent formlega einhvern næstu daganna, en þegar er búið að afhenda sex fyrstu skipin hjá Mærsk, þar af fimm sem eru komin í rekstur, en sjötta skipið, Magleby Mærsk var afhent í byrjun janúar 2014 eftir nokkra seinkun og á eftir að fara í gegnum viðamiklar reynslusiglingar áður en það fer í rekstur í næsta mánuði, en sjöunda skipið, Maribu Mærsk á að afhendast í næsta mánuði.
Ég sem fyrrum vélstjóri hjá Eimskip til margra ára er vissulega stórhrifin af þessum nýju skipum Eimskipafélagsins sem ég þjónaði í mörg ár, en hefði viljað sjá þau smíðuð á betri stað en í Kína, t.d. í Suður-Kóreu þar sem tæknikunnáttan er mun betri en í Kína. Þetta mun kosta mikla vinnu vélstjóranna fyrstu mánuðina, en vonandi ekki til framtíðar.
P.s. Meðfylgjandi mynd er frá Wikipedia.
0 ummæli:
Skrifa ummæli