Ég hugsa
aftur í tímann, um aldarfjórðung eða svo.
Allir voru vondir við mig, kannski ekki allir en ótrúlega margir, læknar,
embættismenn hins opinbera í tveimur ríkjum,
almenningur og mér leið illa. Ekkert gekk eða rak í málum mínum og ég kom
víðast hvar að lokuðum dyrum. Ég bar áhyggjur mínar á borð fyrir vini mína og
fékk helling af samúð frá þeim flestum og ég vorkenndi sjálfri mér ennþá meira. Ein vinkona mín var þó undantekningin. Öfugt
við alla samúðina sem ég fékk frá hinum, þá stríddi hún mér og hæddist að
sjálfsvorkunn minni:
„Hættu þessari sjálfsvorkunn þinni. Þú ert að verða eins og sjálfskipaður píslarvottur.“
Þetta var alveg rétt. Ég var orðin föst í píslarvættinu og á meðan ég sat föst í því gekk hvorki né rak í málum mínum hjá hinu opinbera. Ég fór í naflaskoðun og fór að vinna með sjálfa mig, afneitaði píslarvættinu og allt fór að ganga betur. Allsstaðar opnuðust dyr og ég lenti í að veita fólki í minni aðstöðu liðsinni í málum sínum og gerði svo í mörg ár á eftir. Vissulega komu upp atvik og erfiðleikar en þetta voru vandamál til að leysa og sjaldnast óyfirstíganleg.
Í dag horfi ég á elsta stjórnmálaflokk Íslands fastan í sjálfskipuðu píslarvætti, píslarvætti sem var skapað af honum sjálfum með því að flokkurinn reyndi að kaupa sér atkvæði með því að biðla til rasista gegn minnihlutahóp í landinu.
Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Framsóknarflokkurinn fær enga samúð frá mér.
„Hættu þessari sjálfsvorkunn þinni. Þú ert að verða eins og sjálfskipaður píslarvottur.“
Þetta var alveg rétt. Ég var orðin föst í píslarvættinu og á meðan ég sat föst í því gekk hvorki né rak í málum mínum hjá hinu opinbera. Ég fór í naflaskoðun og fór að vinna með sjálfa mig, afneitaði píslarvættinu og allt fór að ganga betur. Allsstaðar opnuðust dyr og ég lenti í að veita fólki í minni aðstöðu liðsinni í málum sínum og gerði svo í mörg ár á eftir. Vissulega komu upp atvik og erfiðleikar en þetta voru vandamál til að leysa og sjaldnast óyfirstíganleg.
Í dag horfi ég á elsta stjórnmálaflokk Íslands fastan í sjálfskipuðu píslarvætti, píslarvætti sem var skapað af honum sjálfum með því að flokkurinn reyndi að kaupa sér atkvæði með því að biðla til rasista gegn minnihlutahóp í landinu.
Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Framsóknarflokkurinn fær enga samúð frá mér.
0 ummæli:
Skrifa ummæli