Í fréttum á jóladag var sagt frá því að mikið hefði verið að gera hjá
sjúkraflutningamönnum á aðfangadagskvöld jóla sökum þess hve margir hefðu farið
framúr sér í átinu á reyktu kjöti þá um kvöldið. Hvað ég skil sjúkraflutningamennina
vel. Nú þegar fyrstu tveir dagar jóla eru liðnir er ég búin að troða í mig
reyktu svíni og reyktri kind og líður alls ekki vel. Til að gera málið enn verra var neytt mikils
sykurs með þessu öllu, sykur í brúnuðum kartöflum, sykur í uppstúfnum, sykur í
konfektinu og smákökunum og sykur í malti og appelsín og í öllu öðru sem neytt
var. Það er
meira að segja hellingur af sykri í þessum ómissandi grænu baunum sem étnar eru
af miklum móð yfir hátíðarnar. Gætti ég
þess þó vandlega að hliðra hjá sykruðu vörunum frá Mjólkursamsölunni. Ekki er til að minnka neysluna að sömu
kolvetnin og eru í sykri eru einnig í öli sem neytt er ótæpilega af yfir hátíðarnar.
Það væri fróðlegt að vita hver meðalneysla Íslendingsins er á sykri yfir hátíðarnar.
Sem betur fer hafði ég beitt sjálfa mig aðhaldi allt haustið og var búin að
léttast um nærri þrjú kíló umfram áætlun þegar kom að jólunum. það breytir ekki
því að ég finn kílóin hlaðast á mig aftur á einungis tveimur dögum. Ekki get ég kennt vondum útlendingum um
þennan viðbjóð því sykurverksmiðjurnar eru allar í næsta nágrenni við mig, í Hálsaskógi,
Ölgerðin, Nói-Síríus, Mjólkursamsalan.
Það er önnur hátíð framundan. Hún verður ekki eins slæm þar sem ég verð á
vaktinni, en lærið bíður í frystinum og þar er nóg af fiski í neðsta hólfinu.
Aðhaldinu er ekki lokið og ég verð orðin undir 75 kg í lok maí 2015 :)
föstudagur, desember 26, 2014
26. desember 2014 - Eitrað kjöt og sykursjokk?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:04
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
Úff já. Ég er ekki mikið í reykta kjötinu, en ég held ég sé komin með væga konfekteitrun...
SvaraEyða