Ég ætla ekki að tjá mig mikið um einstöku atriði í tengslum við aðgerðina enda margoft tjáð mig um hana, stundum nánast í smáatriðum þegar eftir því hefur verið leitað. Ég var búin að berjast fyrir markmiðum mínum í mörg ár og þarna var komið að ákveðnum endapunkti en um leið nýju upphafi, endurfæðingunni. Að kvöldi 23. apríl 1995 mætti ég á Karólinska sjúkrahúsið í Solna (Stokkhólmi) og var inni um nóttina og síðan flutt niður á aðgerðarstofu í bítið morguninn eftir þar sem aðgerðin var framkvæmd og vissi svo ekkert af mér fyrr en ég vaknaði á uppvakningunni um eftirmiðdaginn sama dag. Ég lá svo á spítalanum í ellefu daga eftir aðgerðina en var frá vinnu í tvo mánuði á eftir.
Nokkrum mínútum fyrir aðgerðina |
Þegar ég hóf að berjast ákvað ég að taka létt á hlutunum, reyna að beita húmornum á vandamálin og hefur það gengið misjafnlega, oft valdið misskilningi og jafnvel vinslitum á Facebook, en síður í raunheimum, þó einhverjum. Það sem gildir umfram allt er að vera jákvæð. Nú er ég til dæmis orðin nógu gömul til að mega versla í Ríkinu og kom við í Heiðrúnu í fyrradag og fékk mér nokkrar öldósir til að neyta í tilefni þess að ég er komin með aldur til að drekka áfengi. Af sama toga voru póstkortin sem ég sendi til fjölskyldunnar í tilefni af breytingunni samanber myndina að ofan og að sjálfsögðu textanum sem ég sendi þeim:
Til hamingju með 20 árin! Mér finnst þú frábær!
SvaraEyðaTakk :)
SvaraEyða