Umræðan um einelti hefur verið hávær síðustu dagana. Fleiri ungar stúlkur hafa stigið fram og líst því hvernig þær urðu fyrir einelti sem börn og hafa þær sagt frá líðan sinni í þessu sambandi. Þá hefur ungs drengs verið minnst sem varð fyrir einelti og svipti sig lífi fyrir rétt rúmu ári og fleiri aðilar hafa tjáð sig á netinu um einelti sem þau hafa orðið fyrir á fyrri árum.
Sjálf þekki ég einelti mjög vel. Ég hefi orðið fyrir alvarlegu einelti, jafnvel svo að ég hraktist úr vinnu vegna þessa, en um leið tel ég mig heppna að hafa aldrei látið bugast eða orðið fyrir alvarlegum líkamsmeiðingum. Ég lenti í einelti í skóla, ekki af hálfu samnemenda minna heldur af hálfu kennara á unglingsárunum. En það er langt um liðið og í dag hefi ég einungis gaman af minningunum og hvernig hispursleysi mitt sem svar við leiðinlegri framkomu kennara kostaði mig ferðir til skólastjórans í þeim fræga skóla sem kallaður var „Gaggó Vest“.
Um leið veit ég um fjölda samherja sem hafa orðið fyrir grófu einelti, jafnvel beinu ofbeldi og einhverjir samherja minna í baráttu sinni fyrir betra samfélagi hafa orðið að gjalda fyrir tilfinningar sínar og baráttu með lífinu, þar á meðal fólk sem ég hefi verið samferða í lífsbaráttunni.
Ég viðurkenni fúslega að hafa einnig lagt fólk í einelti, ekki bara fólk, heldur heilu stjórnmálahreyfingarnar. Ótaldir stjórnmálamenn hafa fengið það óþvegið hjá mér, kannski svo að þeim sárnaði, en þó hefi ég reynt að gæta þess að tala ekki illa um persónu þeirra eða fjölskyldur þótt það kunni að hafa verið misbrestur á slíku stöku sinnum.
Það heitir hinsvegar ekki einelti er ég reyni að svara fyrir mig er ráðist er á mig og baráttufélaga mína með fordómum og svívirðingum, ekki heldur þegar árásirnar eru færðar í „fræðilegan“ búning eins og þegar einn ónefndur andstæðingur transfólks á Íslandi reyndi að að sverta baráttu okkar og lítilsvirða hana með lygum.
sunnudagur, september 30, 2012
30. september 2012 - Einelti
laugardagur, september 29, 2012
29. september 2012 - Kodak Instamatic
Á unglingsárunum átti ég litla einfalda myndavél sem hét Kodak Instamatic. Það voru engar stillingar á henni, bara að finna sér fórnarlamb til myndatöku og „klikk“ og viðfangsefnið var á filmu. Jú það var eitt atriði sem hægt var að stilla, ef of dimmt var úti setti maður flasskubb ofan á myndavélina og dugði hann fyrir fjórar myndir með flassi. Svo var bara að drífa sig með filmuna til Hans Petersen og sækja svo myndirnar viku síðar og njóta afrakstursins.
Ekki voru gæðin mikil. Notast var við meðalfókus og meðalhraða og meðaljósop. Samt lét maður sig hafa það enda þekkti maður fátt betra í myndatökum. Ekki var ég ein um að eiga svona myndavél. Ég held að margir ef ekki flestir unglingar hafi átt svona myndavélar og einungis þeir sem lengra voru komnir í myndatökum áttu betri myndavélar.
Síðar eignaðist ég betri myndavél og enn síðar eftir að stafræna tæknin náði tökum á ljósmyndatækninni varð algjör bylting í myndatökum almennings. Margir fengu sér góðar myndavélar, en aðrir náðu ótrúlegri færni í myndatökum á nýlegum gerð smávéla.
En allt hefur sinn enda, einnig góðu myndirnar því nú er komin ný della fáránleikans sem minnir verulega á gömlu Kodak Instamatic myndavélarnar. Þessi nýja della er kölluð Instagram og mun vera einhverskonar léleg eftirherma af gömlu Instamatic myndunum. Skyndilega er það orðið helsta hátískan að taka lélegar myndir og því lélegri sem þær eru og færðar úr fókus, því meira hrós fá þær og tilfinningarnar gjósa upp yfir fegurð ljótleikans.
Ein vinkona mín á Facebook var mynduð með fjólubláa kinn eins og hún væri með stærðar mar á kinninni. Hún setti þessa mynd þegar í stað sem aðalmynd hjá sér og meðvirku vinirnir áttu ekki orð yfir glæsileikanum. Einungis ég hafði rænu á að mótmæla rétt eins og litli drengurinn sem mótmælti nýju fötum keisarans, en það tók heldur enginn mark á mér. Á föstudag tók einhver mynd af Stefáni Pálssyni þar sem hann virtist allur úr lagi genginn og náfölur og síðast í morgun birtist mynd af Sigmundi „Óbama Íslands“ Gunnlaugssyni þar sem hann talaði yfir hausamótunum á flokkssystkinum sínum sem sáust öll í þoku sem og helsta vonarprinsessa Framsóknarflokksins sem sat við hlið formannins og virtist vera með eldrautt andlit í hinu fáfengilega litrófi Instagram.
Nei takk, ég er löngu búin að kasta minni gömlu Instamatic myndavél og ég ætla ekki gera myndatökurnar enn verri með Instagram.
fimmtudagur, september 27, 2012
28. september 2012 - Jóhanna Sigurðardóttir
Nú er ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir mun setjast í helgan
stein eftir þetta kjörtímabil og verður söknuður að henni. Það er þó ljóst að
það hlaut að koma að þessu enda verður hún sjötug eftir innan við viku.
Allavega hefði ég orðið hissa ef hún hefði valið að halda áfram eftir þessu erfiðu
ár sem hún hefur þurft að verjast neikvæðni og óréttmætri gagnrýni úr öllum
áttum. Þetta er líka orðið góður ferill, hálf ævin sem alþingismaður og þar af
ein tólf ár sem ráðherra.
Við höfum ekki verið flokkssystur lengi. Ég var aldrei í Alþýðuflokknum né Þjóðvaka og því var það ekki fyrr en 2006 sem ég gekk með í Samfylkinguna þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð ákvað að slíta R-listasamstarfinu. Það breytir ekki því að ég hefi ávallt haft miklar mætur á Jóhönnu sem stjórnmálamanni. Hún er vinnuþjarkur og standast fáir henni snúning í þeim efnum. Hún gerir kröfur til annarra en mestar þó til sjálfrar sín. Árin sem forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem þurfti að endurreisa Ísland eftir hrun frjálshyggjunnar munu þó verða stærsti minnisvarðinn um dugnað hennar og ósérhlífni.
Megi Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir eiga mörg farsæl ár framundan og verða langlífar og heilsuhraustar um leið og þær verða okkur hinum hvatning um að gera vel í störfum okkar og félagsmálum.
Við höfum ekki verið flokkssystur lengi. Ég var aldrei í Alþýðuflokknum né Þjóðvaka og því var það ekki fyrr en 2006 sem ég gekk með í Samfylkinguna þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð ákvað að slíta R-listasamstarfinu. Það breytir ekki því að ég hefi ávallt haft miklar mætur á Jóhönnu sem stjórnmálamanni. Hún er vinnuþjarkur og standast fáir henni snúning í þeim efnum. Hún gerir kröfur til annarra en mestar þó til sjálfrar sín. Árin sem forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem þurfti að endurreisa Ísland eftir hrun frjálshyggjunnar munu þó verða stærsti minnisvarðinn um dugnað hennar og ósérhlífni.
Megi Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir eiga mörg farsæl ár framundan og verða langlífar og heilsuhraustar um leið og þær verða okkur hinum hvatning um að gera vel í störfum okkar og félagsmálum.
miðvikudagur, september 26, 2012
27. september 2012 - Strákarnir á borginni
Það er miðvikudagskvöld og ekkert í sjónvarpinu, útvarpið er
sömuleiðis lélegt og ég set disk undir geislann og í þetta sinn verður Bubbi
nokkur Mortens fyrir valinu, reyndar eins og oft áður. Þegar lagið um strákana
á Borginni hljómar fer ég að hugsa til baka í tíma. Árið er 1984 og ég er að
gægjast út úr skápnum.
Hvernig hafði lífið verið fram að þessu. Ég var uppfull fordóma í feluleik fyrir sjálfri mér. Hvenær sem tækifæri gafst gerði ég lítið úr samkynhneigðum í heyranda hljóði, en um leið og ég var ein með sjálfri mér reyndi ég að komast í kynni við þennan „óþjóðalýð“. Það eru 28 ár síðan þetta lag hljómaði fyrst og ég fullyrði hér og nú að lagið „Strákarnir á Borginni“ olli straumhvörfum í afstöðunni til hinsegin fólks á Íslandi, þá sérstaklega samkynhneigðra. Samkynhneigð hafði verið í felum öll ár uns Samtökin 78 voru stofnuð fáeinum árum fyrr og fæstir voru reiðubúnir til að kyngja því að samkynhneigð væri eitthvað sem væri til frambúðar. Meira að segja ég var uppfull fordóma, fylgdi straumunum, var meðvirk fjöldanum eins og það heitir í dag.
Þótt ég hafi reynt að kíkja aðeins út úr skápnum eftir hjónaskilnað vorið 1984 var það ekki af neinni alvöru, rétt til að kynnast hinsegin lífinu en svo lenti ég í sambandi og skellti skáphurðinni á eftir mér. Það liðu enn fleiri ár áður en ég kom út aftur og þá af alvöru.
Lagið Strákarnir á Borginni kom út um svipað leyti og ég gægðist út. Lagið fylgdi mér því eftir að ég lokaði mig aftur inni fann ég að ég var að gera rangt. Ég var að loka á fólkið mitt því ég var hrædd og þorði ekki að taka skrefið og vera ég sjálf. Rétt eins og að dyraverðir hata þá, hóta að skera undan þeim og flá, var ég engan veginn reiðubúin að ganga alla leið og lenda í sömu örlögum og hommarnir sem láta skera undan sér og flá.
Árin eftir að lagið „Strákarnir á Borginni“ kom út á plötunni „Ný spor“ fann ég hve afstaða fólks breyttist í garð samkynhneigðra og hinir harðgerðustu karlar hlustuðu á „Strákana á Borginni“ eins og ekkert væri sjálfsagðara en að strákurinn væri hommi.
Í dag stend ég frammi fyrir því að meðal sterkasta stuðningsfólks transfólks er fólk sem ekki er trans. Á sama hátt held ég að hinn gagnkynhneigði Bubbi Mortens hafi gert meira fyrir samkynhneigða en aðrir Íslendingar gerðu á þessum árum sem samkynhneigð öðlaðist viðurkenningu á Íslandi.
Takk Bubbi!
Hvernig hafði lífið verið fram að þessu. Ég var uppfull fordóma í feluleik fyrir sjálfri mér. Hvenær sem tækifæri gafst gerði ég lítið úr samkynhneigðum í heyranda hljóði, en um leið og ég var ein með sjálfri mér reyndi ég að komast í kynni við þennan „óþjóðalýð“. Það eru 28 ár síðan þetta lag hljómaði fyrst og ég fullyrði hér og nú að lagið „Strákarnir á Borginni“ olli straumhvörfum í afstöðunni til hinsegin fólks á Íslandi, þá sérstaklega samkynhneigðra. Samkynhneigð hafði verið í felum öll ár uns Samtökin 78 voru stofnuð fáeinum árum fyrr og fæstir voru reiðubúnir til að kyngja því að samkynhneigð væri eitthvað sem væri til frambúðar. Meira að segja ég var uppfull fordóma, fylgdi straumunum, var meðvirk fjöldanum eins og það heitir í dag.
Þótt ég hafi reynt að kíkja aðeins út úr skápnum eftir hjónaskilnað vorið 1984 var það ekki af neinni alvöru, rétt til að kynnast hinsegin lífinu en svo lenti ég í sambandi og skellti skáphurðinni á eftir mér. Það liðu enn fleiri ár áður en ég kom út aftur og þá af alvöru.
Lagið Strákarnir á Borginni kom út um svipað leyti og ég gægðist út. Lagið fylgdi mér því eftir að ég lokaði mig aftur inni fann ég að ég var að gera rangt. Ég var að loka á fólkið mitt því ég var hrædd og þorði ekki að taka skrefið og vera ég sjálf. Rétt eins og að dyraverðir hata þá, hóta að skera undan þeim og flá, var ég engan veginn reiðubúin að ganga alla leið og lenda í sömu örlögum og hommarnir sem láta skera undan sér og flá.
Árin eftir að lagið „Strákarnir á Borginni“ kom út á plötunni „Ný spor“ fann ég hve afstaða fólks breyttist í garð samkynhneigðra og hinir harðgerðustu karlar hlustuðu á „Strákana á Borginni“ eins og ekkert væri sjálfsagðara en að strákurinn væri hommi.
Í dag stend ég frammi fyrir því að meðal sterkasta stuðningsfólks transfólks er fólk sem ekki er trans. Á sama hátt held ég að hinn gagnkynhneigði Bubbi Mortens hafi gert meira fyrir samkynhneigða en aðrir Íslendingar gerðu á þessum árum sem samkynhneigð öðlaðist viðurkenningu á Íslandi.
Takk Bubbi!
26. september 2012 - TGEU
Haustið 2005 tók ég þátt í stofnun Evrópsku transgendersamtakanna,
TGEU, í ráðhúsinu í Vínarborg í Austurríki. Þetta voru áhrifaríkir dagar þar
sem baráttujaxlar transfólks frá mörgum ríkjum Evrópu komu saman og vildu láta
gott af sér leiða fyrir transfólk í framtíðinni. Í lok ráðstefnunnar sem markaði
upphaf TGEU var kosin stjórn sem átti að byggja upp samtökin og lenti ég í
stjórninni án þess raunverulega að vita hvað ég var að gefa mig út í.
Fimm mánuðum síðar héldum við fyrsta stjórnarfundinn í Genf í tengslum við 23 alþjóðaþing ILGA, alþjóðasamtaka hinsegin fólks. Við notuðum tækifærið og kynntum okkur fyrir öðru baráttufólki um leið og við héldum okkar eigin lokuðu stjórnarfundi og þinguðum um hvernig bæri að byggja upp samtökin. Aftur hittumst við þremur mánuðum síðar í Manchester þar sem við kusum okkur formann, gjaldkera og ritara og gerðum uppkast að lögum samtakanna. Það fór að koma mynd á samtökin og áttum við ítrekuð tölvupóstsamskipti áður en við hittumst enn og aftur í Torino um haustið 2006 ári eftir stofnun TGEU. Við héldum áfram, funduðum í Amsterdam, Torino, Berlin og ávallt fyrir eigin reikning því engir voru fjármunir TGEU ef frá voru talin minniháttar félagsgjöld sem vart dugðu fyrir bankakostnaði, hvað þá meira. Þetta fór að segja til sín í buddunni því þótt ég hefði fengið einhverja styrki til fundarhalda frá Samtökunum 78 og Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur var ljóst að ég gæti ekki haldið áfram án þess að setja sjálfa mig á hausinn.
Vorið 2008 fyrir 2. þing TGEU í Berlin sagði ég mig úr stjórn TGEU vegna blankheita en samþykkti þó að verða skoðunarmaður reikninga fyrir samtökin. Um leið varð ég þess áskynja hve baráttan var farin að hljóta viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Við fengum styrk, nægan til að halda áfram starfinu og fljótlega eftir 2. þingið fengum við annan styrk til rannsókna á alþjóðavettvangi og svo hinn þriðja og ég sem var nýbúin að segja mig úr stjórninni.
Þegar 3. þing TGEU var haldið í Malmö haustið 2010 vorum við með tvo aðila á launum við rannsóknarverkefni á fordómum og hatursglæpum gagnvart transfólki um heim allan. Það var hreint ótrúlegt að sjá hve litla barnið TGEU hafði vaxið og við vorum orðin afl í baráttunni sem tekið var tillit til um allan heim.
4. þing TGEU var svo haldið í Dublin í september 2012. Ég notaði tækifærið og sagði af mér trúnaðarstörfum fyrir stjórnina, önnur tveggja sem eftir vorum frá upphaflegu stjórninni og við gátum horft með ánægju á farinn veg. TGEU var með fimm starfsmenn á launum og veltu upp á rúmlega 50 milljónir íslenskra króna á ári og við sáum einungis fram á enn frekari aukna starfsemi á næstu árum. Að auki höfðum við, hvert í sínu horni lagt okkar af mörkum til að tryggja bætta aðstöðu fyrir transfólk í heimahögum, en nú var kominn tími til að vinna í smærri einingum. Við stofnuðum tengslanet fyrir einstöku hluta Evrópu sem höfðu lent utan við þróunina, eitt tengslanet fyrir Austur-Evrópu, annað fyrir Norðurlöndin.
Já ég sagði Norðurlöndin. Norðurlöndin eru þrátt fyrir jákvæða þróun, sérstaklega á Íslandi, en einnig Finnlandi, langt á eftir mörgum öðrum Evrópuþjóðum í réttindum transfólks. Þar horfum við sérstaklega til Danmerkur en að einhverju leyti til Noregs og Svíþjóðar sem hafa verið að dragast aftur úr öðrum ríkjum vegna úreldra lagasetninga frá fyrri tíð sem ekki hefur fengist lagfærð.
Ég þarf vart að taka fram að þar sem ég var einasti fulltrúi Íslands á 4. þinginu í Dublin var ég sjálfkrafa kosin í stjórn Norræna tengslanetsins.
Er ekki kominn tími til að reka mig út úr þessu félagsmálavafstri?
mánudagur, september 24, 2012
25. september 2012 - Siv Friðleifsdóttir
Ég verð seint talin mikill aðdáandi Framsóknarflokksins.
Nokkrir núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins eru þó fullrar virðingar
verðir sakir málefnalegrar afstöðu sinnar til manna og málefna. Vil ég þar sérstaklega
nefna menn á borð við Vilhjálm Hjálmarsson fyrrum menntamálaráðherra og Steingrím Hermannsson fyrrum
forsætisráðherra.
Einhverju sinni minnist ég þess er stjórn Skólafélags Vélskólans var að herja á menntamálaráðuneytið vegna þess sem við töldum vonda stjórn á Vélskólanum sem við töldum vera í fjársvelti. Við fengum viðtal við Vilhjálm ráðherra og gerðum honum grein fyrir áhyggjum okkar vegna hins fjárvana skóla þar sem við fengum verklega kennslu í sjóvinnu með því að ausa skólann á morgnanna á rigningardögum og þar sem kennararnir urðu að smíða kennslutækin sjálfir og við keyrðum gamlar vélar sem höfðu verið gefnar skólanum úr bátum sem höfðu farið í brotajárn. Þegar við höfðum lokið máli okkar og Vilhjálmur hafði lofað að gera sitt besta í málinu, bætti hann við: „Má ekki bjóða ykkur í mat? Bestu kjötbollur sem fyrirfinnast eru á matseðlinum í Arnarhvoli.“
Vilhjálmur reyndist hafa rétt fyrir sér hvað kjötbollurnar varðaði og eftir kjarngóða máltíð fórum við södd og ánægð af hans fundi. Um efndirnar á loforðunum fór færri sögum en það er önnur saga.
Fleiri Framsóknarmenn get ég nefnt en sem voru ekki á Alþingi, menn eins og Jón Sigurðsson formann
Framsóknarflokksins um tíma, Einar Skúlason fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðahúss, Sigurgeir Kristjánsson umboðsmann Essó í Vestmannaeyjum og stjórnarformann Sparisjóðs Vestmannaeyja sem lést fyrir tæpum tveimur áratugum og ekki má gleyma Alfreð Þorsteinssyni fyrrum stjórnarformanni Orkuveitunnar sem tryggði mér starf hjá Hitaveitu Reykjavíkur á sínum tíma þrátt fyrir andstöðu sumra innan stjórnar veitustofnanna.
Þegar ég horfi á núverandi þingflokk Framsóknarflokksins fæ ég á tilfinninguna að tveir þingmenn flokksins beri af sökum þess að þeir eru gjörsamlega lausir við hanaslaginn sem einkennir hluta þingflokksins. Fólk getur velt því hver annar þingmaðurinn er, en hinn heitir Siv Friðleifsdóttir.
Ég bjó í Svíþjóð er Siv var fyrst kjörin á Alþingi. Ég sá því lítið af henni fyrr en ég flutti til Íslands 1996, en fyrstu árin bjó ég í sömu blokk í Krummahólum og þáverandi tengdafaðir hennar, Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri, hinn ágætasti maður og skemmtilega fordómalaus. Ég rakst örsjaldan á Siv er hún var á ferð um Breiðholtið, en fékk samt álit á henni þótt engin væru kynnin önnur en mæting á göngum blokkarinnar eða við vorum samferða í lyftunni. Ég fylgdist lauslega með Siv á Alþingi, var opinberlega andstæðingur hennar enda var ég enn á meginlínu Alþýðubandalagsins í stjórnmálum til aldamóta, þó að afstöðu til Evrópusambandsins undanskilinni.
Af málflutningi Sivjar fékk ég á tilfinninguna að við værum meiri samherjar en andstæðingar í pólitík. Í gegnum árin hefi ég fengið fleiri staðfestingar í þá veru. Hún studdi þingsályktunartillöguna um aðildarviðræður að Evrópusambandinu (sem er ekki það sama og bein aðild að Evrópusambandinu) og í fleiri málum var hún á skjön við flokkssystkini sín, sérstaklega á síðustu árum þegar stjórn Framsóknarflokksins gerðist hatrömm í garð núverandi ríkisstjórnar.
Mér finnst miður að heyra að Siv Friðleifsdóttir hafi ákveðið að yfirgefa stjórnmálin. Hún er ein þeirra sem halda Framsóknarflokknum við lýði og sömuleiðis virðingu fólks fyrir Alþingi.
Einhverju sinni minnist ég þess er stjórn Skólafélags Vélskólans var að herja á menntamálaráðuneytið vegna þess sem við töldum vonda stjórn á Vélskólanum sem við töldum vera í fjársvelti. Við fengum viðtal við Vilhjálm ráðherra og gerðum honum grein fyrir áhyggjum okkar vegna hins fjárvana skóla þar sem við fengum verklega kennslu í sjóvinnu með því að ausa skólann á morgnanna á rigningardögum og þar sem kennararnir urðu að smíða kennslutækin sjálfir og við keyrðum gamlar vélar sem höfðu verið gefnar skólanum úr bátum sem höfðu farið í brotajárn. Þegar við höfðum lokið máli okkar og Vilhjálmur hafði lofað að gera sitt besta í málinu, bætti hann við: „Má ekki bjóða ykkur í mat? Bestu kjötbollur sem fyrirfinnast eru á matseðlinum í Arnarhvoli.“
Vilhjálmur reyndist hafa rétt fyrir sér hvað kjötbollurnar varðaði og eftir kjarngóða máltíð fórum við södd og ánægð af hans fundi. Um efndirnar á loforðunum fór færri sögum en það er önnur saga.
Fleiri Framsóknarmenn get ég nefnt en sem voru ekki á Alþingi, menn eins og Jón Sigurðsson formann
Framsóknarflokksins um tíma, Einar Skúlason fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðahúss, Sigurgeir Kristjánsson umboðsmann Essó í Vestmannaeyjum og stjórnarformann Sparisjóðs Vestmannaeyja sem lést fyrir tæpum tveimur áratugum og ekki má gleyma Alfreð Þorsteinssyni fyrrum stjórnarformanni Orkuveitunnar sem tryggði mér starf hjá Hitaveitu Reykjavíkur á sínum tíma þrátt fyrir andstöðu sumra innan stjórnar veitustofnanna.
Þegar ég horfi á núverandi þingflokk Framsóknarflokksins fæ ég á tilfinninguna að tveir þingmenn flokksins beri af sökum þess að þeir eru gjörsamlega lausir við hanaslaginn sem einkennir hluta þingflokksins. Fólk getur velt því hver annar þingmaðurinn er, en hinn heitir Siv Friðleifsdóttir.
Ég bjó í Svíþjóð er Siv var fyrst kjörin á Alþingi. Ég sá því lítið af henni fyrr en ég flutti til Íslands 1996, en fyrstu árin bjó ég í sömu blokk í Krummahólum og þáverandi tengdafaðir hennar, Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri, hinn ágætasti maður og skemmtilega fordómalaus. Ég rakst örsjaldan á Siv er hún var á ferð um Breiðholtið, en fékk samt álit á henni þótt engin væru kynnin önnur en mæting á göngum blokkarinnar eða við vorum samferða í lyftunni. Ég fylgdist lauslega með Siv á Alþingi, var opinberlega andstæðingur hennar enda var ég enn á meginlínu Alþýðubandalagsins í stjórnmálum til aldamóta, þó að afstöðu til Evrópusambandsins undanskilinni.
Af málflutningi Sivjar fékk ég á tilfinninguna að við værum meiri samherjar en andstæðingar í pólitík. Í gegnum árin hefi ég fengið fleiri staðfestingar í þá veru. Hún studdi þingsályktunartillöguna um aðildarviðræður að Evrópusambandinu (sem er ekki það sama og bein aðild að Evrópusambandinu) og í fleiri málum var hún á skjön við flokkssystkini sín, sérstaklega á síðustu árum þegar stjórn Framsóknarflokksins gerðist hatrömm í garð núverandi ríkisstjórnar.
Mér finnst miður að heyra að Siv Friðleifsdóttir hafi ákveðið að yfirgefa stjórnmálin. Hún er ein þeirra sem halda Framsóknarflokknum við lýði og sömuleiðis virðingu fólks fyrir Alþingi.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)