Nú er ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir mun setjast í helgan
stein eftir þetta kjörtímabil og verður söknuður að henni. Það er þó ljóst að
það hlaut að koma að þessu enda verður hún sjötug eftir innan við viku.
Allavega hefði ég orðið hissa ef hún hefði valið að halda áfram eftir þessu erfiðu
ár sem hún hefur þurft að verjast neikvæðni og óréttmætri gagnrýni úr öllum
áttum. Þetta er líka orðið góður ferill, hálf ævin sem alþingismaður og þar af
ein tólf ár sem ráðherra.
Við höfum ekki verið flokkssystur lengi. Ég var aldrei í Alþýðuflokknum né Þjóðvaka og því var það ekki fyrr en 2006 sem ég gekk með í Samfylkinguna þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð ákvað að slíta R-listasamstarfinu. Það breytir ekki því að ég hefi ávallt haft miklar mætur á Jóhönnu sem stjórnmálamanni. Hún er vinnuþjarkur og standast fáir henni snúning í þeim efnum. Hún gerir kröfur til annarra en mestar þó til sjálfrar sín. Árin sem forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem þurfti að endurreisa Ísland eftir hrun frjálshyggjunnar munu þó verða stærsti minnisvarðinn um dugnað hennar og ósérhlífni.
Megi Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir eiga mörg farsæl ár framundan og verða langlífar og heilsuhraustar um leið og þær verða okkur hinum hvatning um að gera vel í störfum okkar og félagsmálum.
Við höfum ekki verið flokkssystur lengi. Ég var aldrei í Alþýðuflokknum né Þjóðvaka og því var það ekki fyrr en 2006 sem ég gekk með í Samfylkinguna þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð ákvað að slíta R-listasamstarfinu. Það breytir ekki því að ég hefi ávallt haft miklar mætur á Jóhönnu sem stjórnmálamanni. Hún er vinnuþjarkur og standast fáir henni snúning í þeim efnum. Hún gerir kröfur til annarra en mestar þó til sjálfrar sín. Árin sem forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem þurfti að endurreisa Ísland eftir hrun frjálshyggjunnar munu þó verða stærsti minnisvarðinn um dugnað hennar og ósérhlífni.
Megi Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir eiga mörg farsæl ár framundan og verða langlífar og heilsuhraustar um leið og þær verða okkur hinum hvatning um að gera vel í störfum okkar og félagsmálum.
0 ummæli:
Skrifa ummæli