Þessa stundina eru margir Íslendingar hnuggnir eftir
stórt tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum í Evrópukeppninni í fótbolta. Það
er engin ástæða til þess. Eftir þessa keppni eru Íslendingar í 5-8 sæti í fótbolta
í Evrópu, kannski nær því áttunda en því fimmta, en samt betri en flestar
þjóðir Evrópu. Þeir hafa staðið sig með mikilli prýði og jafnvel
antisportistinn ég var farin að hrífast með íslenska fótboltalandsliðinu.
Höfum það í huga að Íslendingar hafa staðið sig frábærlega vel í keppninni allri, slógu Hollendinga út í undankeppninni, en þeir eru bronsverðlaunahafar frá heimsmeistarakeppninni 2014, en gáfu Portúgölum, Ungverjum og Austurríkismönnum langt nef í riðlakeppninni og slógu síðan vini mína Englendinga út í sextán liða úrslitum. Tap gegn Frökkum var fyrirsjáanlegt. Þetta var á heimavelli þeirra og tíu þúsund manna stuðningur á áttatíu þúsund manna velli hefur lítið að segja.
Fyrri hálfleikur var okkar fólki erfiður, en þeir héldu áfram að berjast og skoruðu tvö mörk gegn einu í seinni hálfleik sem sýnir vel hve þetta lið er frábært. Ég er sannfærð um að hver einasti maður í íslenska liðinu fengi fast pláss í byrjunarliðinu hjá Fótboltasamvinnufélagi Halifaxhrepps ef þeir sæktust eftir slíku plássi, slíkir snillingar eru þetta.
Með þessum úrslitum er verkefni Lars Lagerbäck lokið með íslenska landsliðið í fótbolta. Hann er búinn að gera kraftaverk með þetta lið. Áður en hann tók við liðinu reiknaði aldrei neinn með því að landsliðið í fótbolta gæti gert nokkurn skapaðan hlut. Vissulega náðu þeir að vinna einn og einn leik en samt héldu þeir áfram að vera á botninum meðal þjóðanna og Íslendingar hugguðu sig við að þeir væru bara 300.000 meðal milljónaþjóðanna og vildi þá venjulega gleymast að það eru jafnmargir menn í hvoru liði. Lars sýndi landsliðinu fram á að það þyrfti bara aga til að vinna hvaða lið sem væri. Nú er hann hættur og vonandi að Heimir Hallgrímsson hafi lært það mikið af Lars til að halda áfram að leiða íslenska landsliðið á næstu sigurgöngu.
Mikilvægast af öllu er samt það að tala ekki liðið niður heldur að vera jákvæð, hvetja það áfram og hlakka til næstu keppni.
Höfum það í huga að Íslendingar hafa staðið sig frábærlega vel í keppninni allri, slógu Hollendinga út í undankeppninni, en þeir eru bronsverðlaunahafar frá heimsmeistarakeppninni 2014, en gáfu Portúgölum, Ungverjum og Austurríkismönnum langt nef í riðlakeppninni og slógu síðan vini mína Englendinga út í sextán liða úrslitum. Tap gegn Frökkum var fyrirsjáanlegt. Þetta var á heimavelli þeirra og tíu þúsund manna stuðningur á áttatíu þúsund manna velli hefur lítið að segja.
Fyrri hálfleikur var okkar fólki erfiður, en þeir héldu áfram að berjast og skoruðu tvö mörk gegn einu í seinni hálfleik sem sýnir vel hve þetta lið er frábært. Ég er sannfærð um að hver einasti maður í íslenska liðinu fengi fast pláss í byrjunarliðinu hjá Fótboltasamvinnufélagi Halifaxhrepps ef þeir sæktust eftir slíku plássi, slíkir snillingar eru þetta.
Með þessum úrslitum er verkefni Lars Lagerbäck lokið með íslenska landsliðið í fótbolta. Hann er búinn að gera kraftaverk með þetta lið. Áður en hann tók við liðinu reiknaði aldrei neinn með því að landsliðið í fótbolta gæti gert nokkurn skapaðan hlut. Vissulega náðu þeir að vinna einn og einn leik en samt héldu þeir áfram að vera á botninum meðal þjóðanna og Íslendingar hugguðu sig við að þeir væru bara 300.000 meðal milljónaþjóðanna og vildi þá venjulega gleymast að það eru jafnmargir menn í hvoru liði. Lars sýndi landsliðinu fram á að það þyrfti bara aga til að vinna hvaða lið sem væri. Nú er hann hættur og vonandi að Heimir Hallgrímsson hafi lært það mikið af Lars til að halda áfram að leiða íslenska landsliðið á næstu sigurgöngu.
Mikilvægast af öllu er samt það að tala ekki liðið niður heldur að vera jákvæð, hvetja það áfram og hlakka til næstu keppni.
0 ummæli:
Skrifa ummæli