þriðjudagur, október 27, 2009

27. október 2009 - Um varnarmálastofnun

Þegar blaðað er í nýjasta fjárlagafrumvarpinu kemur í ljós að 962 milljónir króna eru ætlaðar til Varnarmálastofnunar, þrátt fyrir þá stefnu stjórnvalda að leggja þennan óþarfa niður. Er ég gerði fyrirspurn um þennan lið til alþingismanna fyrir nokkru, fékk ég þau svör að hér væri sennilega um að ræða gamlan kostnað vegna radarstöðvanna sem enn er verið að greiða

Nú hefur komið í ljós að þótt þessi spillingarstofnun sé komin að fótum fram þrátt fyrir að vera tiltölulega nýleg, þá er allt vaðandi í spillingu þar og því enn frekari ástæða til að leggja hana niður hið bráðasta og gefa starfsfólkinu tækifæri á endurmenntun á öðrum og skynsamlegri sviðum mannlífsins. Það má til dæmis byrja með því að strika út þessar 962 milljónir og nota þær í brýn verkefni á sviði mannúðarmála.

http://www.dv.is/frettir/2009/10/27/fraendi-forstjora-varnamalastofnunar-i-leynithjonustuna/


0 ummæli:







Skrifa ummæli