Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi í gær tók einungis rúmur þriðjungur skráðra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu þátt í prófkjörinu eða rétt rúm fimm þúsund af þeim fimmtán þúsundum sem eru á kjörskrá.
Birgir Ármannsson sem tekið hefur að sér að vera sjálfskipaður umboðsmaður ógreiddra atkvæða eftir stjórnarskrárkosningarnar um daginn hefur enn ekki látið heyra í sér um prófkjörið í gær, en ég bíð þess í ofvæni að heyra í honum. Þannig fékk til dæmis Bjarni Benediktsson einungis um 54% greiddra atkvæða til forystusætis á listanum sem hlýtur að teljast vera langt neðan við þá kröfu um fylgi sem gera má til formanns í stjórnmálaflokki. Öllu verra verður dæmið ef umræddur umboðsmaður ógreiddra atkvæða leggur mat sitt á málið því þá kemur í ljós að þrír fjórðu kjósenda Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu sátu heima eða greiddu atkvæði gegn formanninum og innan við fimmtungur kosningarbærra kjósenda flokksins vildu formanninn áfram til forystu við kosningarnar í vor.
Sárast hlýtur fylgið samt að vera að mati umboðsmanns ógreiddra atkvæða því samkvæmt því mati höfnuðu kjósendur Sjálfstæðisflokksins öllum frambjóðendum flokksins í kjördæminu þar sem tveir þriðju kjósendanna ákváðu að sitja heima.
Er ekki kominn tími til að umboðsmaður ógreiddra atkvæða finni sér eitthvað annað og verðugra verkefni til að þrasa yfir en mætingu fólks á kjörstað?
sunnudagur, nóvember 11, 2012
11. nóvember 2012 - Verkefni fyrir umboðsmann ógreiddra atkvæða
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 10:12
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
Snilld :)
SvaraEyða