þriðjudagur, október 16, 2007

16. október 2007 - Einkennilegt myndaval


Þegar frétt Morgunblaðsins um árekstur tveggja flugvéla á Heathrow flugvelli er lesin kemur fram að önnur vélin er frá British Airways en hin frá Sri Lankan Airlines. Samt er birt mynd með fréttinni af flugvélum frá EasyJet sem koma fréttinni ekkert við og nota ekki einu sinni Heathrow flugvöll.

EasyJet notar lággjaldaflugvelli á borð við Stansted, Luton og Gatwick og má ætla að myndin sé frá einhverjum þeirra. Því er þetta myndaval ákaflega óheppilegt því ætla má að verið sé að kasta rýrð á EasyJet með þessu myndefni þótt ég viti betur.

Hér er örlítið betri mynd sem þó kemur þessum minnháttar árekstri ekkert við. Hún er þó tekin á Heathrow flugvelli og er af samskonar vél og annarri þeirra sem lentu í árekstrinum:




http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1297124


0 ummæli:







Skrifa ummæli