sunnudagur, október 07, 2007

7. október 2007 - Ég er að velta einu fyrir mér.

Um daginn birtust nöfn nokkurra aðila sem áttu að fá sérstök fyrirheit um hlutabréfakaup í fyrirtækinu Reykjavík Energy Invest. Nú hafa þessi kostakjör verið afturkölluð.

Það er langt um liðið síðan ég var að streytast við að lesa um réttarfar og samningalög. Því spyr ég. Ef þessir nafngreindu aðilar hafa fengið þessi hlutabréf á góðu verði sem launauppbót, þarf þá ekki að greiða þeim skaðabætur sem þessu nemur? Ég hefði haldið það. Ef satt er virðist það lítils virði að draga tilboðið til baka eftir að því hefur verið tekið, nema að skaðabætur verði greiddar.

Um leið má spyrja sig þess hvort það hafi ekki verið Svandís Svavarsdóttir sem olli skaðanum með upphlaupi sínu svo undir tók meðal stórs hluta þjóðarinnar? Sjálf sá ég ekkert rangt við þessa ákvörðun eða sameiningu REI og GGE þótt vissulega hefði mátt standa betur að boðun fundarins þar sem sameiningin var ákveðin jafnfram því sem að velja hefði mátt aðeins hljómfegurra nafn á nýja fyrirtækið.

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1295444


0 ummæli:







Skrifa ummæli