Það voru fjögur eða fimm salerni um borð í fyrsta skipinu sem ég starfaði á til sjós sumarið 1966. Eitt var sérstaklega ætlað skipstjóranum en þau sem eftir voru, voru notuð af hinni þrjátíu manna áhöfn skipsins. Þegar nýsköpunartogararnir komu til landsins í lok fimmta áratugar tuttugustu aldar þótti þessi aðbúnaður hreinn lúxus frá því sem verið hafði fyrir stríð.
Á minni bátum voru engin salerni, einungis vatnsfata ef fólk þurfti að ganga örna sinna. Á einum bát sem ég var á hafði verið útbúið salerni þegar skipt var um stýrishús. Það þýddi að ef gera þurfti ítrustu þarfirnar var bara að biðja skipstjórann að koma sér út á dekk á meðan stýrishúsinu var breytt í gasklefa.
Síðasta skipið sem ég starfaði á um lengri tíma hafði fjórum baðherbergjum fleira en nam áhöfnarfjöldanum. Auk baðherbergis með hverju herbergi voru baðherbergi inn af brú, sjúkraklefa og vélarúmi auk eins sem tilheyrði saunabaðstofu.
Þessi færsla er ekki einungis rituð í tilefni af frétt um baðherbergisfjölda í íbúð Maríu Carey, heldur flöktir hugurinn og að meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur sem vill hindra aðgang Reykjavíkurborgar og almennings að eignarhaldi á útrásarfyrirtækinu Reykjavík Energy Invest.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1295721
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1295729
mánudagur, október 08, 2007
8. október 2007 - II - Salerni!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 18:28
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli