Fyrir helgina sá Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi
borgarstjóri ástæðu til að tjá sig um taprekstur tónlistarhússins Hörpu í
fjölmiðlum og ef ég man rétt sagði hún að ekki kæmi til greina að reykvískir
skattgreiðendur greiddu meira með Hörpu en orðið er. Þetta þótti mér gott að heyra enda var ég
andvíg byggingu Hörpu frá upphafi er ráðist var í byggingu hennar á lóð
Togaraafgreiðslunnar og ofan í Reykjavíkurhöfn.
Nokkru eftir að Ísland fór á hausinn haustið 2008 stöðvuðust framkvæmdirnar þegar félagið sem stóð að byggingu Hörpu fylgdi fyrirtækjum og bönkum og fór líka á hausinn. Að lokum gengu ríki og Reykjavíkurborg inn í framkvæmdirnar og héldu áfram að með bygginguna , enda ódýrara að halda áfram með hálfunnið verk en að rífa húsið þótt dýrt væri. Að lokum tókst að ljúka byggingunni og hún vígð með pompi og prakt. Þrátt fyrir andstöðu mína í upphafi taldi ég betra að sættast við húsið en að hatast við það um alla framtíð úr því það hafði risið ofan í höfninni.
Allir vita að svona hús mun aldrei bera sig á fyrsta ári og er ég efins um að það muni nokkurn tímann gera það. Það þarf hinsvegar að lágmarka kostnaðinn og auka tekjurnar. Það er hinsvegar ástæða til að spyrja Hönnu Birnu hvað hún vill gera til að koma í veg fyrir að Reykvíkingar haldi áfram að greiða með húsinu þegar ofangreindar aðstæður eru hafðar í huga. Vill hún loka húsinu? Við vitum að hús sem stendur lokað safnar skuldum án þess að nokkrar tekjur koma á móti. Það þarf að greiða aðstöðugjöld, rafmagn og hita, vaktir með húsinu og lágmarks viðhald.
Það má líka fara hina leiðina sem er sú að rífa húsið. Það kostar hellingspening. Vill Hanna Birna virkilega fara þá leið eða var þetta bara inngangur að áróðursham Hönnu Birnu fyrir næsta formannskjör í Sjálfstæðisflokknum?
Nokkru eftir að Ísland fór á hausinn haustið 2008 stöðvuðust framkvæmdirnar þegar félagið sem stóð að byggingu Hörpu fylgdi fyrirtækjum og bönkum og fór líka á hausinn. Að lokum gengu ríki og Reykjavíkurborg inn í framkvæmdirnar og héldu áfram að með bygginguna , enda ódýrara að halda áfram með hálfunnið verk en að rífa húsið þótt dýrt væri. Að lokum tókst að ljúka byggingunni og hún vígð með pompi og prakt. Þrátt fyrir andstöðu mína í upphafi taldi ég betra að sættast við húsið en að hatast við það um alla framtíð úr því það hafði risið ofan í höfninni.
Allir vita að svona hús mun aldrei bera sig á fyrsta ári og er ég efins um að það muni nokkurn tímann gera það. Það þarf hinsvegar að lágmarka kostnaðinn og auka tekjurnar. Það er hinsvegar ástæða til að spyrja Hönnu Birnu hvað hún vill gera til að koma í veg fyrir að Reykvíkingar haldi áfram að greiða með húsinu þegar ofangreindar aðstæður eru hafðar í huga. Vill hún loka húsinu? Við vitum að hús sem stendur lokað safnar skuldum án þess að nokkrar tekjur koma á móti. Það þarf að greiða aðstöðugjöld, rafmagn og hita, vaktir með húsinu og lágmarks viðhald.
Það má líka fara hina leiðina sem er sú að rífa húsið. Það kostar hellingspening. Vill Hanna Birna virkilega fara þá leið eða var þetta bara inngangur að áróðursham Hönnu Birnu fyrir næsta formannskjör í Sjálfstæðisflokknum?
0 ummæli:
Skrifa ummæli