þriðjudagur, ágúst 31, 2010

31. ágúst 2010 – Eru Pólar-verðlaunin til fólks á eftirlaunum?

Ég heyrði í dag af sænsku Polar verðlaununum sem í þetta sinn féllu í hlut íslensku söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Ég viðurkenni að hafa lítið fylgst með þessum verðlaunaveitingum frá fyrstu árunum sem þau voru veitt og ekkert velt þeim fyrir mér síðan ég flutti heim frá Svíþjóð 1996.

Ég fór hinsvegar að velta fyrir mér hverskonar fólk hefur fengið verðlaunin. Oftast eru það gamlir tónlistarmenn sem fá þau allt frá því Paul McCartney fékk þau 1992, 22 árum eftir andlát Bítlanna og þar til Pink Floyd fékk þau 2008, þrjátíu árum eftir útgáfu tímamótaverksins The Wall og aldarfjórðungi eftir að samstarfi Roger Waters og hinna lauk. Svipaða sögu er að segja um marga hinna 38 tónsnillinga sem hafa fengið verðlaunin sem bæði eru af sviði sígildrar tónlistar sem og dægurlaga, margir aðframkomnir sökum ellihrumleika þótt einn og einn reyni að viðhalda æskuþokkanum með hjálp lýtalæknisfræðinnar.

Af einhverjum ástæðum fæ ég á tilfinninguna að verið sé að verðlauna fólk á eftirlaunum fyrir gott ævistarf fremur en að verið sé að hvetja það til nýrra dáða á tónlistarsviðinu.


0 ummæli:







Skrifa ummæli