Þá er enn eitt klukkið komið í gang og Hildigunnur hefur áveðið að ná sér niður á mér með því að láta mig svara því:
1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Ég get ekki nefnt neina eina bók sem hefur haft mest áhrif á mig, en til þess að nefna eitthvað, ætla ég að nefna Innansveitarkróníku Halldórs Laxness, því hún kenndi mér að meta þann gamla.
2. Hvernig bækur lestu helst?
Ættfræði, þjóðlegan fróðleik, ævisögur og bækur um transgender málefni.
3. Hvaða bók lastu síðast?
“Becoming a Visible Man” eftir Jamison Green er enn á náttborðinu.
Með þessu ætla ég að klukka eftirfarandi aðila:
Kristín V., Guðrún Helga, Pollý-Gunna og Þórður.
miðvikudagur, júní 21, 2006
21. júní 2006 - 2. kafli – Klukk
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 11:32
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli