Fyrir nokkrum dögum átti ég leið um Laugardalinn og kom að sýningarpallinum með skiltunum sem sögðu sögu Þvottalauganna í Laugardal. Þegar að var komið reyndust upplýsingaskiltin vera horfin. Ég hafði samband við umsjónarmann Þvottalauganna og spurði hann hvort verið væri að endurskoða sögu Þvottalauganna. Hann hló, en neitaði því að verið væri að endurskoða söguna.
Á fimmtudagsmorguninn ákvað Borgarráð Reykjavíkur að endurskoða ákvarðanir OR og rífa upp ákvarðanir lögmætrar stjórnar fyrirtækisins.
Það kom mér ekkert á óvart að Svandís Svavarsdóttir skyldi bregðast við á þennan hátt, en að stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins skyldi ekki sleppa pilsfaldi hennar er þeir klöguðu gamla góða Villa fyrir formanninum sínum kom mér verulega á óvart.
Ég hefi sjaldan verið sammála Hannesi Smárasyni, en nú er ég honum og Bjarna Ármannssyni hjartanlega sammála um vonbrigði þeirra. Það tjón sem ákvörðun Borgarráðs er að valda Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy verður erfitt að bæta til viðbótar því tjóni sem flumbruháttur Svandísar og stuttbuxnadeildarinnar hafa þegar valdið þessum aðilum.
Því meir sem ég kynnist íslenskri pólitík, því vænna þætti mér um hundinn minn ef ég ætti hund á annað borð.
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
1. nóvember 2007 - Klúður í Borgarráði.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 20:48
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli