fimmtudagur, nóvember 01, 2007

2. nóvember 2007 - Hvor er betri Bush eða Neuman?


Eins og allir sjá sem vilja sjá, er sterkur svipur með þeim félögum George Dobbljú Bush og Alfred E. Neuman. Báðir eru þeir með sterkt svipmót af skapara sínum og frægir að endemum, Bush í embætti sínu sem forseti Bandaríkja Norður-Ameríku, en Neuman sem tákngervingur fyrir bandaríska grínblaðið MAD.


Guðni Már vinur minn dró fram á síðu sinni ákveðna táknmynd fyrir þá félaga báða tvo. Þegar grannt er skoðað, er greinilegt að þeir eru ekki aðeins með sterkan svip, heldur svo líkir að það hlýtur að vera náinn skyldleiki þeirra á millum.

Sönnunin er hér til hliðar.


0 ummæli:







Skrifa ummæli