....þola ekki dagsljós, segir dagblaðið 24 stundir eða hvað það heitir nú á þessum síðustu og verstu tímum. Skrýtið! Hvar hafa blaðamenn blaðsins haldið sig síðustu mánuðina?
Fyrir einungis þremur mánuðum síðan birtu tvö tímarit tekjublöð þar sem fram komu laun ýmissa einstaklinga þar á meðal margra stjórnenda Orkuveitunnar, en auk þeirra nokkurra minni spámanna og kvenna eins og mín, Stefáns Pálssonar og Helga Péturssonar. Hefði ekki verið nær að endurbirta þessar tölur í stað þess að umlykja launin einhverri dulúð og vandlætingu?
Allavega bera þær launatöflur ekki með sér að neitt þurfi að fela og alls ekki ef ábyrgðin og vinnan á bak við launin eru tekin inn í dæmið!
þriðjudagur, nóvember 06, 2007
6. nóvember 2007 - Laun stjórnenda OR .....
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 10:43
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli