sunnudagur, nóvember 18, 2007

18. nóvember 2007 - Sátt eða uppgjöf?

Svandís Svavarsdóttir telur að fullnaðarsigur muni nást í máli sínu gegn Orkuveitunni ef fyrirtækið viðurkennir að ólöglega hafi verið boðað til stjórnar- og eigendafundarins 3. október síðastliðinn að sögn Ríkisútvarpsins.

Alveg rétt hjá Svandísi. Ef Orkuveitan gefst upp hefur Svandís unnið fullnaðarsigur. Þessi málalok geta samt ekki kallast sátt, heldur væri þá um að ræða hreina uppgjöf.

Af hverju fæ ég á tilfinninguna að Svandís sé að hæðast að nýrri stjórn Orkuveitunnar með þessum ummælum sínum?

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item177713/


0 ummæli:







Skrifa ummæli