laugardagur, nóvember 10, 2007

10. nóvember 2007 - Jóhanna Sigurðardóttir


ÆÆÆ. Ekki hún Jóhanna mín.

Í byrjun júlímánaðar síðastliðins og í kjölfar gagnrýni Seðlabankans, ákvað Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra að lækka lánahlutfall til íbúðarkaupa úr 90% í 80%. Ég mótmælti þessari lækkun á bloggsíðu minni, en svo virðist sem enginn hafi tekið mark á þessari athugasemd minni. Um daginn hækkaði einhver einkabankinn vextina og nýir íbúðakaupendur sátu eftir með sárt ennið.

http://velstyran.blog.is/blog/velstyran/entry/254578/

Í gær sá Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ástæðu til þess að mótmæla vaxtahækkun þessa ónefnda einkabanka á íbúðalánavöxtum. Af hverju? Þeir eru að fylgja fordæmi Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra er hún ákvað að lækka lánahlutfallið úr 90% í 80%, gerðu reyndar enn betur og hækkuðu vextina upp úr öllu valdi.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ætti frekar að velta fyrir sér atlögu sinni að íbúðakaupendum, en að kenna öðrum um neikvæðni í íbúðarkaupum sem hún átti frumkævðið að.


0 ummæli:







Skrifa ummæli