Í tilefni dagsins rifjast upp sagan af einum kunningja mínum sem fótbrotnaði fyrir framan tölvuna sína. Slíkt þætti alveg einstök óheppni ef ekki væri vitað um aðstæður.
Kunninginn hafði verið að vinna erfitt verkefni á tölvuna og verið lengi að. Er hann ætlaði að standa upp frá tölvunni, reyndist annar fóturinn algjörlega dofinn og við það að hann ætlaði að standa í fótinn, datt hann og fótbrotnaði í fallinu. Þótt um einskæra tilviljun hafi verið um að ræða, láta kunningjarnir ekki slíkt tækifæri til háðs úr hendi sér sleppa og nota hvert tækifæri sem gefst til að segja frá manninum sem fótbrotnaði fyrir framan tölvuna sína.
Í gærkvöldi heyrði ég af öllu grátbroslegra atviki ef hægt að tala um að slys sé broslegt. Það var um pilt sem sleit lærvöðva í stærðfræðiprófi!!!!!
Neitið því svo að stærðfræðin sé erfið!
föstudagur, nóvember 13, 2009
13. nóvember 2009 – Einstök óheppni
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 13:10
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli