Ég var að skoða nýjustu stöðuna í enska boltanum og líst illa á blikuna. Halifaxhreppur er kominn niður fimmta sæti eftir að hafa tapað fyrsta leik haustsins í dag gegn köplunum í Prescott. Það var kannski ekki við miklu að búast eftir að hafa ekki spilað leik í nærri mánuð og á liðið nú fimm leiki til góða á toppliðin svo ekki er öll von úti enn.
Við skulum vona að Halifaxhreppur nái að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik á þriðjudaginn svo við aðdáendur liðsins getum aftur tekið gleði okkar, enda lítið spennandi að vera alltaf á botninum í langlanglangneðstu deild.
sunnudagur, nóvember 08, 2009
8. nóvember 2009 – Illa gengur hjá Halifaxhrepp
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:27
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli