laugardagur, nóvember 14, 2009

15. nóvember 2009 - Af þjóðfundi

Til eru fáeinir frasar sem allir geta tileinkað sér. Það eru orð eins og heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, en að auki lýðræði, kærleikur og mannréttindi. Vandamálið er bara að sínum augum lítur hver á þessi góðu orð. Margir af félögum mínum í Samfylkingunni tóku virkan þátt í þjóðfundinum og svo virðist sem margir alþingismenn úr öðrum flokkum og aðrir pólitíkusar hafi verið áberandi í Laugardalshöllinni.

Eiginlega þótti mér hin flokkspólitíska aðkoma að þjóðfundinum rýra nokkuð niðurstöðu fundarins. Sjálf komst ég ekki á fundinn vitandi að ég yrði á vakt þennan dag, þótt ég hafi fengið hvatningu um þjóðfundinn frá félögum mínum í Samfylkingunni sem þátt tóku í undirbúningi þjóðfundarins fyrir löngu án þess þó að svara í neinu. Því veit ég ekki hvort ætlunin hafi verið sú að ég ætti að sitja fundinn.

Einhvernveginn fæ ég á tilfinninguna að fögnuður atvinnupólitíkusa með fundinn segi mér að fundurinn hafi runnið út í sandinn og skili litlu sem engu eftir sig þó ef frá er talinn hagnaður þeirra sem njóta hagnaðar af sektarinnheimtum vegna stöðulagabrota.

Því miður.


0 ummæli:







Skrifa ummæli