Það er landsleikur í gangi, sennilega í fótbolta. Á
Facebook logar allt af spennu:
„Áfram Ísland nú ætlum við sko að vinna...............Koma svo !!!!!!!!!!!!!“ „Koma svo Ísland,reyna
að standa í maskinunni frá Sviss“ „Sigur væri sko flott hjá ykkur..Áfram
Ísland..“ „En hvað það er gott að
fótboltaleikur er í vændum. ÁFRAM ÍSLAND! og hana nú :)“
Ef ég væri með hljóð á Facebook væri ég sennilega löngu búin að slökkva á því
og farin út í göngu.
þriðjudagur, október 16, 2012
16. október 2012 - Landsleikur
Ég skal viðurkenna að ég hefi takmarkaðan áhuga fyrir fótbolta, mætti síðast á
fótboltaleik í Stokkhólmi fyrir rúmum tveimur áratugum uppfull þjóðrembu þegar
eitthvert fótboltalið frá Íslandi hafði unnið Djurgården með tveimur eða þremur
mörkum í plús á Íslandi og því ljóst að mikið þyrfti til að Djurgården kæmist
áfram í einhverri Evrópukeppni og ég mætti á völlinn ásamt að ég held næstum
öllum Íslendingum í Stokkhólmi til að fagna íslenska liðinu halda áfram. Um
þúsund manns mættu á Råsunda til að horfa á leikinn, en völlurinn sá átti að
geta tekið á móti hátt í 40.000 áhorfendum enda voru Íslendingarnir eins og
krækiber í helvíti á vellinum. Svíarnir sátu heima.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 20:24
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli