mánudagur, september 13, 2010

13. september 2010 - Landflótta!

Í eina tíð þótt ég ekkert betri en fjöldi annarra Íslendinga hvað fordóma varðar. Ég var sjálf uppfull af þeim og er kannski enn að einhverju leyti. Ég hefi þó lært ýmislegt, t.d. hætti ég með fordóma gagnvart hinsegin fólki þegar ég kom sjálf útúr skápnum og ég hefi aldrei getað skilið hvar eigi að setja mörk þess hvar eigi að setja mörkin þegar um kynþætti er að ræða, þ.e. ef setja á mörk á milli okkar og þeirra. Þess vegna er einfaldast að sleppa mörkunum og líta á alla sem jafningja.

Nú eru hafnar kynþáttaofsóknir á Íslandi. Íslenskir feðgar af kúbönskum uppruna eru flúnir land vegna aðgerða ofstækismanna. Ástandið er alvarlegt og ljóst að ef gerningsmönnunum verður ekki refsað af ítrustu hörku, en í samræmi við lagabókstafinn, munu kynþáttahatarar vaða uppi hér á landi í framtíðinni.

Bjóðum feðgunum aftur hingað aftur og stöndum vörð um þá og réttindi þeirra gegn hatursmönnum þeirra. Svo skulum við koma í veg fyrir fordómana og kennum þeim sem ala á fordómum, að skoðanir þeirra eru ekki æskilegar meðal siðaðs fólks.


0 ummæli:







Skrifa ummæli