Í dag kemur góð vinkona mín í heimsókn til fósturjarðarinnar frá Svíþjóð þar sem hún er búsett ásamt eiginmanni og börnum. Þetta kemur sér vel einmitt þegar ég er að byrja í vaktafríi og þarf því ekki að mæta til vinnu. Við höfðum hugsað okkur að kíkja aðeins í bæjarferð um helgina og fá okkur í glas, mála bæinn rauðan og hugsanlega míga utan í einn eða tvo húsveggi.
Eitt veldur mér þó áhyggjum. Það er búið að kalla út víkingasveitina til að takast á við óaldarseggina í miðbænum. Það verður því ekkert tækifæri til að gera neitt skemmtilegt af sér.
Ekki vissi ég að ég hefði verið svona slæm á árum áður þegar ég stundaði næturlífið!!!
miðvikudagur, september 05, 2007
5. september 2007 - Er það vegna mín?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:19
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli