laugardagur, september 08, 2007

8 september 2007 - "Vorum við ekki saman .......


..... á Pétri Halldórssyni?” spurði leigubílstjórinn sem keyrði mig heim af Næstabar aðfararnótt laugardagsins. “Nei” svaraði ég, “það var búið að selja Pétur Halldórsson til Noregs þegar ég byrjaði til sjós”. Eftir miklar vangaveltur sannfærðumst um að hafa verið saman til sjós á Jóni Þorlákssyni og Þorkeli mána eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar heim var komið og ég þurfti að greiða reikninginn sá ég andlitið á bílstjóranum og reyndist hann vera Maggi, gamall skipsfélagi af þessum ágætu skipum. Það eru meira en 40 ár síðan síðast.

Föstudagskvöldið var vel heppnað. Ég skrapp í bæinn með Kristínu Eiríks og litum inn á Næstabar. Þar hittum við Guðrúnu Ögmundsdóttur og Andreu Gylfadóttur sem voru á ferli ásamt mökum og fjöldi fólks varð á vegi okkar sem við þekktum frá fyrri tíð eða þá fólk sem við vildum kynnast. Umfram allt gátum við fagnað nýjum vinum og yndislegu fólki sem við höfðum aldrei hitt áður.

Færri sögum fór af útmignum húsveggjum.


0 ummæli:







Skrifa ummæli