föstudagur, september 07, 2007

7. september 2007 - Að hreykja sér hátt....

Kunningi minn einn í gamla daga var lítt hrifinn af lágvöxnum yfirmanni í vinnunni sinni og lét það óspart í ljósi við hvern þann sem heyra vildi. Einhverju sinni hitti ég kunningja minn á förnum vegi og spurði hann hvort ekki væri farið að lagast á milli hans og yfirmannsins. Hann svaraði með eftirfarandi vísu:

Að hreykja sér hátt, það er siður
sem hérna sést stundum, því miður.
Það er glæsilegt oft
er þeir gnæfa við loft,
en slæmt ef þeir ná ekki niður.

Nú spyr ég. Hver samdi þessa ágætu vísu? Er hún orðrétt svona eða hefur hún skolast til í meðförum í gegnum árin? Það eru áratugir síðan ég heyrði vísuna fyrst, en hún rifjaðist upp fyrir mér á fundi er ég minntist eigin afreka á síðasta Gay Pride fyrir tæpum mánuði síðan.


0 ummæli:







Skrifa ummæli