Ef ég væri lögga og myndi hlaupa um hjálmlaus, öskrandi gas í tíma og ótíma eins og hálfviti og sprautandi piparúða á vegfarendur, væri ég heppin ef ég fengi bara einn stein í höfuðið en ekki heilt malarhlass.
Ef ég væri aðgerðarstjóri lögreglu frammi fyrir mótmælendum og ætlaði að sýna vald mitt með því að brjóta mótmælin á bak aftur með ofbeldi, myndi ég senda löggu með hlífðarbúnað til að sprauta piparúða á mótmælendur en ekki aðra af tveimur löggum sem ekki voru með hjálm.
Ef ég væri dómsmálaráðherra í landi þar sem lögreglan hegðaði sér eins og ofangreind dæmi sýna, myndi ég segja af mér eins og skot í stað þess að heimta stofnun hryðjuverkasveita á borð við her og varalið.
Um leið er ég sannfærð um að þær fáu löggur sem ég þekki, myndu hegða sér öllu betur og skynsamlegar en ofangreind dæmi sýna, enda dagfarsprúðar manneskjur sem kunna lag á fólki.
miðvikudagur, apríl 23, 2008
23. apríl 2008 - Ef ég væri lögga...
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 20:41
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli