Gylfi bloggvinur minn er farinn að hafa áhyggjur af því að ég sé hætt að blogga. Það er fjarri sanni að ég sé hætt. Vandamál mitt er bara að síðustu dagana hefi ég einfaldlega verið á kafi í skemmtilegum verkefnum. Tvö þeirra eru þess eðlis að ég fórna jafnvel blogginu vegna þeirra. Það er annars vegar vinnsla á niðjatali sem þarf að vera komið í hendurnar á prentaranum fyrir helgina, hitt er enn skemmtilegra. Auk þessara verkefna eru þrír aðalfundir þessa dagana þar sem ég er í stjórn og þarf að sinna félögunum í tæpum frítíma mínum.
Ég tók að mér lítið en ánægjulegt verkefni fyrir skóla einn. Þótt verkefnið sé lítið, vil ég vanda til verka minna og sýna að ég sé traustsins verð. Vegna alls þessa ákvað ég að taka mér frí frá bloggi í nokkra daga.
Ég er þó ekkert hætt og mun blogga af endurnýjuðum krafti um leið og ég sé fram á hvíld. Það er helst að kisurnar mínar þurfi að líða fyrir dugnaðinn í mér.
miðvikudagur, apríl 23, 2008
23. apríl 2008 - Ég er ekkert hætt að blogga!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:27
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli