fimmtudagur, september 24, 2009

24. september 2009 - Bréf til Morgunblaðsins

Til áskriftardeildar Morgunblaðsins.

Hér með tilkynni ég uppsögn á áskrift minni að Morgunblaðinu sem ég óska að taki gildi þegar í stað eða eins fljótt og unnt er.

Ég var aldrei sátt við þá ritstjórnarstefnu sem var við lýði hjá Morgunblaðinu á kaldastríðstímanum, en með mildun á stefnu blaðsins frá lokum kalda stríðsins, ákvað ég að gerast áskrifandi eftir miðjan síðasta áratug síðustu aldar. Með ritstjóraskiptum og væntanlegri harðri nýfrjálshyggju sem nýjum ritstjórum fylgja og sem þegar hefur valdið hruni í íslensku fjármálalífi, er engin ástæða til að styðja við blaðið frekar en orðið er með þriggja milljarða styrk sem ég og aðrir skattgreiðendur greiddum með blaðinu í byrjun þessa árs og ég hefi þegar greitt með áskrift minni til þessa dags.

Með þessu óska ég brottreknu starfsfólki Morgunblaðsins velfarnar í framtíðinni og kveð Morgunblaðið með söknuði.

Virðingarfyllst
Anna K. Kristjánsdóttir kt. 301251-2979
Hraunbæ 56
110 Reykjavík.
netfang annakk@simnet.is


P.s. Með þessari uppsögn hefur bloggsvæði mínu á Moggabloggi verið eytt.


0 ummæli:







Skrifa ummæli