...eiga að vera vinir, var megininntak leikritsins um Dýrin í Hálsaskógi. Það getur verið erfitt að uppfylla þessa ósk á lítilli jarðarkringlu með sex milljarða íbúa af mannkyni auk allra hinna dýranna. Af þessum sex milljörðum eru um tuttugu prósent múslímar og eru þeir taldir vera önnur fjölmennustu trúarbrögð í heimi. Hvort sem okkur líkar betur eða verr hérna uppi á Klakaskerinu, þá verðum við að taka tillit til þeirra rétt eins og til hinna dýranna í skóginum.
Ég er ekkert hrifin af íslam, hefi aldrei verið og mun aldrei verða, ekki fremur en ýmsum öfgahópum innan kirkjunnar. Það er þó margt jákvætt í íslam eins og afneitun skurðgoðadýrkunar sem kristnir íbúar þessa heims mættu alveg taka til sín. Nú hefur að auki komið í ljós hyldýpisgjá á milli þessara tveggja trúarbragða sem trúa á sama guðinn vegna þessarar sömu skurðgoðadýrkunar.
Er ég ritaði pistilinn minn fyrir þremur dögum um Múhameð spámann, voru margir til að mótmæla skrifum mínum. Ég spyr á móti, hvað eigum við að gera? Við getum gert eins og George Dobbljú Bush og Anders Fó Rasmussen og ráðist inn í lönd múslíma og hersetið þau og við getum líka reynt að beita sömu aðferð og Hitler beitti gagnvart gyðingum og reynt að útrýma þeim. Hvorug aðferðin er góð, ekki heldur sú að senda einhverja smælingja frá Íslandi og Noregi með byssudellu til að leika stríðsleik í hersetnum löndum þeirra undir nafni friðarsveita. En eitt getum við gert. Við getum boðið fram sáttarhönd án þess að gera það með byssunni eins og Anders Fó.
Einhver benti mér á að Anders Fó hefði beðið múslíma afsökunar á birtingu teikninganna í Jyllandsposten. Ég skoðaði blöðin og sá ekkert. Ég sá í Morgunblaðinu afsökunarbeiðni af vægustu gerð, setta fram af Jyllandsposten, en hvergi sá ég afsökunarbeiðni Anders Fó. Ég sá hinsvegar frétt þess efnis að hann ætlaði ekki að gera það. Ég skal þó ekki fullyrða að Anders Fó hafi ekki beðist afsökunar. Hann gæti hafa gert það svo lágmæltur að fáir heyrðu til hans, en ég les ekki dönsku blöðin daglega svo það gæti farið framhjá mér.
Það skiptir ekki máli héðanaf. Boltinn er farinn að rúlla og þessar teikningar og aumingjaleg framkoma Anders Fó Rasmussen í þessu máli eru búin að skaða dönsku þjóðina til lengri tíma. Þeir gætu vissulega rétt aðeins úr bakinu með því að kalla innrásarher sinn heim tafarlaust áður en fer á enn verri veg.
Ég á hinsvegar ekki von á því að Anders Fó Rasmussen sé nógu gáfaður til þess að beita aðgerðum sem eru dönsku þjóðinni fyrir bestu og rétta fram sáttarhönd.
laugardagur, febrúar 11, 2006
11. febrúar 2006 - Öll dýrin í skóginum ...
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:01
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli