Hinn 27. júní 1921 var Rafmagnsveita Reykjavíkur stofnuð og Elliðaárstöð vígð. Þetta var því góður dagur fyrir Reykvíkinga sem þar með tóku fyrsta stóra skrefið inn í nútímann. Hinn 27. júní 1996 hlutu samkynhneigðir umtalsverð mannréttindi á Íslandi. Þessi dagur var því góður dagur fyrir samkynhneigt fólk á Íslandi.
Hinn 27. júní næstkomandi ætlar einn helsti varðhundur George Dobbljú Bush að hætta störfum sem forsætisráðherra Englands og láta embættið í hendur hógværari öflum. Það er vel og efa ég ekki að heimurinn muni fagna innilega. 27. júní er því einnig góður dagur fyrir heimsbyggðina.
föstudagur, maí 11, 2007
11. maí 2007 - II - 27. júní er góður dagur!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 13:34
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli