Er það nokkuð misminni hjá mér? Á þeim árum þegar Davíð Oddsson og Björn Bjarnason börðust sem hatrammlegast gegn Baugi, hélt Framsóknarflokkurinn sig til hlés án þess að heyrðist múkk úr þeirri áttinni Fyrir bragðið megum við þakka fyrir að ekki verður mynduð ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins, því það yrði sannkölluð Baugsstjórn.
Það er hinsvegar öllu verra að klína Baugsnafninu á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar því einmitt í þeim hópi er það fólk sem hefur átt í illdeilum við Baugsveldið. Er kannski kominn tími til að tala um Baugsstjórnarandstöðuna? Það er einu sinni svo að Framsóknarflokkurinn hefur átt mikinn þátt í að skapa hér gott umhvefi fyrir íslenskt auðvald, menn á borð við Kaupþingsfélaga, Ólaf í Samskip og sína eigin fyrrum Framsóknarráðherra, Finn Ingólfsson Halldór Ásgrímsson svo ekki sé talað um þá ábyrgð sem felst í að ræna íslensku þjóðinni þeirri auðlind sem hélt í henni lífinu um aldir, fiskinn í sjónum.
Ég held að Framsókn verði að finna eitthvað meira viðeigandi nafn á hina nýju ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sjálf ætla ég að bíða með að tjá mig uns ég hefi séð málefnasamning hinnar nýju ríkisstjórnar sem virðist vera í burðarliðnum.
-----oOo-----
Svo fær Addý frænka í DK hamingjuóskir með afmælið
mánudagur, maí 21, 2007
21. maí 2007 – Baugsstjórnir
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:13
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli