laugardagur, maí 26, 2007

26. maí 2007 - Glæsilegt borgarstýrupar :)

Á föstudag bárust okkur vesælum góðar fréttir frá Englandi þegar Morgunblaðið birti þá gleðifrétt að ein úr hópnum hefði verið valin sem borgarstýra í Cambridge í Englandi.
Jenny Bailey hefur ekki einungis farið í gegnum leiðréttingarferli á kynferði sínu, heldur lifir hún að auki í samkynhneigðri sambúð með Jennifer Liddle sem einnig hefur farið í gegnum aðgerðarferli.

Í Englandi þykir ekkert mál lengur að hafa farið i aðgerð, öfugt við Ísland þar sem ekkert gengur að bæta réttindi þeirra sem þrá það eitt að komast alla leið í gegnum aðgerðarferli til að fá að lifa það sem eftir er ævinnar í réttu kynhlutverki. Við skulum vona að Jóhanna Sigurðardóttir velferðarmálaráðherra muni laga aðeins stöðu okkar og þá fyrst og fremst þeirra sem enn hafa ekki komist í gegnum nálaraugað.

Hversu langt halda lesendur mínir að sé í að kona sem hefur farið í gegnum aðgerðarferli komist í borgarstýrustól í Reykjavík sem er aðeins minni en Cambridge, svo ekki sé talað um konu með fortíð sem karl og lifir í lesbísku sambandi?

Í Reykjavík situr karl í borgarstýrustólnum! Það er að vísu ekki öll nótt úti enn, enda hefi ég það fyrir víst að borgarstýran í Reykjavík, Vilhjálmur Vilhjálmsson búi með konu rétt eins og Jenny Bailey borgarstýra í Cambridge. Sá er þó munur á að sambýliskona Jenny Bailey er kona með fortíð rétt eins og Jenny sjálf.

http://www.cambridge.gov.uk/ccm/content/news/cllr-jenny-bailey-set-to-be-
appointed-mayor.en;jsessionid=D703982F344F33559ECA951380209D4B


http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk
_news/england/cambridgeshire/6686933.stm


http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1271391


0 ummæli:







Skrifa ummæli