þriðjudagur, maí 22, 2007

22. maí 2007 – II - Munu þá allar leiðir liggja til Siglufjarðar?

Þegar ríkisstjórnin sem kölluð var Ólafía sat hér á árunum 1971-1974 og síðan hægri stjórnin 1974-1978 var Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra. Í hans tíð mátti ætla af umferðarskiltum víða um land að allar leiðir lægju til Borgarness sem og að höfuðborg Íslands væri Borgarnes. Svo rammt hvað að vegmerkingum víða um land að helstu þéttbýlisstaða var lítt getið, en allsstaðar blasti Borgarnes við á skiltunum.

Í hans tíð var Borgarfjarðarbrúin byggð og var hún mikil samgöngubót frá því sem áður var. Gállinn á brúnni var þó sá að hún var látin liggja í gegnum þorpið og er svo enn til hættu fyrir börn Borgarfjarðar og trafala fyrir þá bílstjóra sem eru að koma sér á milli staða á sem skemmstum tíma.

Nú hefur Kristján L. Möller fengið embætti samgönguráðherra. Það mun væntanlega þýða að Héðinsfjarðargöngum verður flýtt sem og Vaðlaheiðargöngum og lengingu Akureyrarflugvallar. En rétt eins og áður er viðbúið að höfuðborgarsvæðið fái að mæta afgangi þótt hér séu flestir íbúarnir og flestar umferðarteppurnar. Spurningin er samt þessi: Munu allar leiðir liggja til Siglufjarðar eftir miðja vikuna?

-----oOo-----

Ég átti leið um Reykjanesbrautina í gegnum Hafnarfjörð á þriðjudag. Þar mætti ég einum nýkjörnum alþingismanni með einkanúmerið Ísland á bílnum sínum. Að sjálfsögðu gat nýi þingmaðurinn ekki stillt sig um að traðka aðeins á umferðarreglunum sem sást vel á aksturslaginu, enda talaði hann í síma þegar ég mætti honum.


0 ummæli:







Skrifa ummæli